Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 5
B r ý r o g h i m n a r TMM 2018 · 2 5 Guðmundur Andri Thorsson Brýr og himnar Ljóð Þorsteins frá Hamri eru dyr að draumi, í þeim smíðar skáldið brýr og himna og bærir línhjúp loftsins og hvert orð er þar atvik. Höfundarverk hans er mikið að vöxtum og jafnt að gæðum – ljóðabækurnar 26, skáldsögurnar þrjár og einnig bækurnar með sagnaþáttum – og hægt er að nálgast það úr ýmsum áttum, hugsa um það út frá ýmsum hliðum. En það er ekki auðvelt að skrifa um ljóð sem eru slík dvergasmíði. Ekki er nóg að segja „Ljóð Þorsteins frá Hamri eru um …“ en það er heldur ekki hægt að láta sér duga að andvarpa: „Ljóð Þorsteins frá Hamri bara eru“. Þau standa einfaldlega í þannig sambandi við veruleika okkar og skynjun – tungumálið, söguna, landið, veðrið, samviskuna og allar geðshræringarnar. Við vitum að þau fjalla um eitthvað mikilsvert sem brýnt er að brjóta heilann um þó að hitt geti vafist fyrir okkur, að koma orðum að því. Kannski háttar þannig um alla ljóðaumfjöllun; hún er stödd á því varasama svæði sem er á milli þess að segja ekki neitt og þýða ljóðin yfir á hvunndagslegar hugsanir. Við nálgumst stundum ljóð eins og drauma eða heilaþrautir sem þurfi á nokkurs konar ráðningu að halda; það þurfi að ráða ljóðið eins og drauminn eða gátuna, en þegar við gerum slíkt – segjum til dæmis að þoka í ljóði standi fyrir fjölmiðlaumfjöllun – þá verður ekki endilega allt ljóst að bragði heldur sviptum við ljóðið því sérlega. Þar með er ekki sagt að ljóð séu ekki merkingarbær eða orki ekki á hugsun okkar, skynjun og jafnvel, þegar vel tekst til, lífsviðhorf og sýn. Öðru nær. En ljóð og almælt tíðindi eru hvort á sínum enda í málnotkun okkar. Reyni maður með öðrum orðum að smeygja ljóðum Þorsteins inn í gamal- kunnar merkingarkvíar („Hér er hann að yrkja um landhelgismálið, þarna um kvótakerfið, og þetta ljóð fjallar um bílastæðavandann í miðbænum“) finnst manni óðara sem maður sé að svipta þau einhverju sem öllu varðar, maður sé að missa úr höndunum það sem er mikilsvert; maður sé að þýða gullinn texta yfir í dægurmál. Ljóð eru textar sem flytja hugmyndir, kenndir og tengingar sem ekki verður komið öðrum orðum að. Þau starfa á sinni sérstöku tíðni. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.