Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 56
K a r l Á g ú s t Ú l f s s o n 56 TMM 2018 · 2 kimer nu til julefest, og alla aðra platta sem Bing og Grøndahl hafði dottið í hug að framleiða á þessu árabili. Þetta voru einu veraldlegu verð- mætin sem við systkinin áttum í okkar fórum. Það var allur gangur á því hvernig húsbændur okkar tóku þeirri áráttu Guðríðar að vilja ævinlega hengja plattana upp um alla veggi hvar sem við vorum í húsmennsku. Húsmóðurinni Láru í Kvennabrekku þótti prýði að þessu, en Hallsteinn á Skarði vildi hvergi sjá danskt postulín á sínum þiljum. Ég var látinn róa út vítt og breitt um landið vestanvert, ýmist af Snæ- fellsnesi eða úr Borgarfirði og eina vetrarvertíð úr Króksfjarðarnesi. Guðríður systir mín var ævinlega hrædd um að ég skilaði mér ekki heill heim. Bréfin frá Dýrfinnu frænku höfðu með einhverju móti sett í hana beyg og nú fór hún að leggja hart að mér að taka með mér jóla- platta í verið svo að tengslin á milli okkar rofnuðu ekki. Eitthvað í þá veru sagði hún, en ég verð að játa að aldrei skildi ég hana til fullnustu. Samt lét ég tilleiðast. Skipsfélögum mínum þótti það kostulegt, en ég flutti með mér í verið helminginn af jólaplöttunum frá Bing og Grøn- dahl sem okkur Guðríði höfðu áskotnast og yfir bálknum mínum í ver- búðinni hengdi ég þá alla, bláhvíta og glansandi. Undrun félaganna, sem smátt og smátt breyttist í hvískur, þá í hlátra og svo í háð og spott – allt þetta vandist furðu fljótt. Ég vissi allt frá upphafi að ég var mun betri sjómaður en flestir þeir sem vildu hæða mig. Grettir Glúmsson henti oft og einatt gaman að jólaplöttunum mínum, en vorið 1904 féll hann fyrir borð undan Rifi og hefði ég ekki kunnað sundtökin og náð taki á stakknum hans hefði hann aldrei dregið andann eftir það. Uppfrá því vorum við fóstbræður. Þegar ég kom vestur lá Guðríður systir mín fyrir dauðanum. Brjóst- veikin hafði búið um sig í henni misserin á undan og nú átti hún ekki meiri þrótt. Hún lá í bálknum sínum við þilið í baðstofunni á Núpi. Andlitið var teygt og blágult, seigt af veikindum, svarbláir baugar niður undir kinnbein. Við brjóst sér hélt hún á jólaplatta frá Kaupmannahöfn. Það var sending frá Dýrfinnu frænku sem hafði borist á meðan ég var í burtu, Børnenes forventning. Þegar ég beygði mig yfir hana til að kyssa hana stöðvaði hún mig, en rétti mér þess í stað plattann. Eftir jarðarförina afhenti Þórður bóndi á Núpi mér áþreifanlegar eigur Guðríðar. Bréfin frá Dýrfinnu voru öll saman í poka. Lítinn kistil hafði Guðríður eignast og í honum voru plattarnir allir sem í hennar vörslu voru. Blessuð sé minning hennar. Það var svo þremur árum seinna sem mér bárust fréttir af að Íslendingar væru að eignast nýjan togara, þann stærsta er sést hefði hér við land og sá væri smíðaður handa okkur sérstaklega. Jafnskjótt og mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.