Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 112
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n
112 TMM 2018 · 2
vera traustir menn í beinum tengslum við hina sögulegu arfleifð, baráttu og
dugnað genginna kynslóða, og við ættjörðina sem áfram myndi fóstra þjóð-
ina í gegnum súrt og sætt.
Að þessu leyti endurspeglar bókin fyrst og síðast ritunartíma sinn. Hún
var sannarlega innlegg í þá umræðu sem átti sér stað við upphaf fimmta ára-
tugarins, þegar stofnun lýðveldisins var á næstu grösum, um mótun þeirra
gilda sem verið gætu Íslendingum leiðarljós til framtíðar. Jafnframt er hug-
myndafræði sú sem setur mark sitt á hana, einkum virðing fyrir bændum og
hinu þjóðlega, í samræmi við stefnur og strauma í nágrannalöndum á fyrri
hluta 20. aldar, ekki síst átthagamenningu lífhyggjunnar.35 En hvað sem leið
öllum yfirlýstum markmiðum átti skáldverk Davíðs stóran þátt í að vekja
meðaumkun með Sölva, eins og síðari tíma umfjöllun ber vitni um, hefja
hann á stall og verða honum sá eilífi minnisvarði sem hann mun ávallt hafa
óskað sér svo heitt.36
Tilvísanir
1 Greinin er unnin upp úr MA-ritgerð höfundar í almennri bókmenntafræði við Háskóla
Íslands: Hjalti Þorleifsson. 2015. Sólon Islandus – hetjusaga? „Vítalismi“ í íslenskum bók-
menntum 1900–1940. Leiðbeinandi var Dagný Kristjánsdóttir prófessor.
2 Friðrik G. Olgeirsson. 2007. Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi.
Reykjavík: JPV útgáfa, bls. 281–282.
3 Í stuttum eftirmála frumútgáfunnar fullyrti Davíð sig hafa til hliðsjónar „[…] hinn sanna æfi-
feril Sölva Helgasonar […], þótt víða sé frá vikið og margt undan dregið.“ (Davíð Stefánsson.
1940. Sólon Islandus II. Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson, bls. 299 [eftirmáli]. (Hér eftir vísað í
þetta rit með númeri bindis og blaðsíðutali.))
4 Sjá: Andrés Björnsson. 1976. „Frá Sölva Helgasyni.“ Andvari 101, bls. 140–149, hér einkum bls.
140–144 og 148–149.
5 Sveinn Skorri Höskuldsson. 1995. „Söngvari lífsfögnuðarins. Hugleiðing um skáldskap Davíðs
Stefánssonar á aldarafmæli hans.“ Tímarit Máls og menningar 56(2), bls. 36–53, hér bls. 49.
6 Sveinn Skorri Höskuldsson. 1995. Bls. 49.
7 Friðrik G. Olgeirsson. 2007. Bls. 277–278.
8 „Samtal við höfund „Solons Islandus“.“ 1940. Morgunblaðið, 5. nóvember, bls. 3 og 6, hér bls. 6.
9 „Samtal við höfund „Solons Islandus“.“ 1940. Bls. 3 og Sólon Islandus (II 293).
10 Sjá t. d.: Oddur Oddsson. 1930. „Flakk.“ Eimreiðin 36(3), bls 237–246, hér bls. 246 og Jónas
Jónasson. 2010. Íslenzkir þjóðhættir. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun. 4. útg. Reykjavík:
Opna, bls. 256.
11 Sjá t. d.: Pálmi Hannesson. 1934. „Nokkrir fræðimenn. Kaflar úr útvarpserindi, eftir Pálma
Hannesson.“ Dvöl 2(9), bls. 14–15 og Ingunn Jónsdóttir. 1926. Bókin mín. Reykjavík: Prent-
smiðjan Acta, t. d. bls. 123.
12 Elínborg Lárusdóttir. 1940. Förumenn III. Reykjavík: [s. n.], bls. 291.
13 Elínborg Lárusdóttir. 1940. Förumenn III, bls. 284.
14 Guðni Elísson. 1987. „Líf er að vaka en ekki að dreyma. Hulda og hin nýrómantíska skáld-
ímynd.“ Skírnir 161 (vor), bls. 59–87, hér bls. 60–62.
15 Um þessa „söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar“ má lesa í: Guðmundur Hálfdanarson. 2009.
„„Stöndum sem einn veggur gegn öllu erlendu valdi.“ Hugleiðingar um söguskoðun og íslenska
fullveldispólitík.“ Heimtur. Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, bls. 146–159.
Ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson og Vésteinn Ólason. Reykjavík: Mál og
menning, bls. 147–148 og 157.