Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 75
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 75 áhrif tölvunnar á bandarískt samfélag. „Eftir vikulangar samræður fórnuðu sérfræðingarnir höndum,“ segir Sale og dregur þá ályktun að öfugt við yfir- lýsingar framfaraunnenda um hlutleysi tækninnar – að notkun mannsins ákvarði stefnu hennar – búi hún þvert á móti sjálf yfir eigin innri boðhætti, sitji í söðlinum og ríði manninum.54 Merkingarkrísan á milli skoðana Kurzweil annarsvegar, Kaczynski og Kirk- patrick Sale hinsvegar, birtist kristaltær í þeirri veröld sem Halldór teiknar upp. Uppskrúfuð yfirborðsjákvæðnin og hátt stilltur hressileikastuðullinn í nýsköpunargeiranum – sem sjást til að mynda í yfirlýsingum íslenska leikja- framleiðandans Plain Vanilla um að gera fyrirtækið að „skemmtilegasta vinnustað í heimi“55 og enduróma í lýsingum Halldórs á höfuðstöðvun DCS – ýta einvíðum bjartsýnisstoðum undir starfsemina í bland við yfirdrifið tungumál tækifæranna: kerfisbundna klifun á því hversu mörg „spennandi sóknarfæri“ mótun framtíðarinnar felur í sér. Um þetta bera vitni drífandi ákefð Stefáns og sannfæring, eiginleikar sem virka reyndar mistrúverðugir eftir atvikum en eru lífsnauðsynlegir hverjum framagjörnum sprota. Efst trónir yfirskilvitlegt gervi tækninnar og íkonísk einkenni niðja hennar – helgimynd sem birtist í upplifun Arnmundar af öskjunni utan af fyrsta símanum: „Hún var tær eins og hugmynd í höndum hans, óraunveruleg, villandi, virtist hafa sprottið inn í þennan heim án aðkomu mennskra krafta, skínandi, fullkomin.“ En því stærri sem framhliðin er, því stærri er bak- hliðin, líkt og bandaríski sálgreinirinn Stephen Grosz hafði eftir einum skjól- stæðinga sinna.56 Í skugganum vaxa og dafna aðrar fylgijurtir sítengingar og markaðsmiðaðrar hnattvæðingar: firring, neindarkennd, einmanaleiki og ekki síst samhengisleysið sem gegnsýrir nethegðun Arnmundar: Á sama tíma og ég horfði á myndbandið átti ég netspjall í öðrum glugga, var að lesa grein um lífið í Sierra Leone í þeim þriðja, skima yfir mismunandi bluetooth-hátal- ara á kínverskri vefsíðu í þeim fjórða og gaumgæfa prófílmynd af stelpu sem var vin- kona vinkonu minnar í þeim fimmta. Síðan lækaði ég Instagram-mynd af berfættu karlmódeli í gallabuxum að lesa bók uppi í rúmi. Kafka, ímyndaði ég mér. (Bls. 65) Augaleið gefur að slíkt samhengisleysi er ekki aðeins að finna í einstaklings- bundinni netnotkun, heldur einnig í tiltekinni samfélagsgerð, hefðum og venjum og svokölluðum almennum sannindum hverju sinni. Afburðadæmi er skorturinn á vilja til að skilja – eða öllu heldur: einbeittur viljinn til að skilja ekki – sannleikskjarnana í ólíkum orðum Stockhausens og Churchills um árásirnar í New York, sem og ákvörðunin um að tæta þau frekar í sundur og sýna múgnum nokkra vel valda og heildarmyndarfirrta búta. Þegar á hólminn er komið felst nefnilega hið óþægilega, illskiljanlega og um leið hið sanna við ummæli þess síðarnefnda í einfaldri staðreynd: orsakasamhengið milli þeirra hörmunga sem hann lýsti í greininni og starfseminnar sem fram fer í kaupsýslumusterum á borð við World Trade Center er ekki mikið lengra en vegalengdin milli tvíburaturnanna – en virðist samt sem áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.