Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 91
Á b a r m i G l e ð i n n a r
TMM 2018 · 2 91
Vigdís enn forseti. Hópurinn á bakkanum minnist þessa atburðar á hverjum
morgni með þessum hætti. Nýja Max vélin er annað heiti á Boeing 737, en
Dreamliner er Boeing 787. Auðheyrt er á foringjanum hvor tegundin honum
finnst meiri.
Við stígum fram í annan fótinn, lyftum handleggjum í axlarhæð og
rykkjum þeim aftur á bak í takt við talningu Foringjans: „Einn, tveir, þrír,
fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu! Og skipta!“
Ég skipti um fót án tilþrifa og horfi á Kollu sveifla fótum svífandi í loftinu.
„Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu!“
„Og þá er það Stefán doktor!“
„Hann er enn á meðal vor!“ gellur í einhverjum.
„Já, hann er sannarlega enn á meðal vor! Og svo einn, tveir, þrír, fjórir,
fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu!“ Foringinn gefur taktinn fyrir okkur hin
sem höfum krosslagt útrétta arma og ýmist réttum úr fótum eða beygjum
hnén djúpt. Stefán heitinn Karlsson, handritafræðingur, var lengi fastagestur
í pottum Vesturbæjarlaugar og tók nokkurn þátt Müllersæfingum, þó mest
úr heita pottinum með hnyttnum athugasemdum. Af honum er gjarnan sögð
sú saga að sölumenn hafi ákaft reynt að selja honum áskriftir að ýmsum
tímaritum, Mannlífi, Húsum og híbýlum, Garðlist, Hestamanninum og svo
framvegis. Hann þakkaði ætíð pent fyrir í símann en neitaði „með kærri
þökk“. Svo var honum boðin áskrift að Nýju lífi. Þá sagðist Stefán ekki lesa
neitt sem hafi komið út eftir árið 1500. Þá hættu þessar hringingar. Hans er
minnst á hverjum morgni á barmi Vesturbæjarlaugar með þessari æfingu.
„Þetta er rétt að byrja!“ þrumar foringinn.
„Ha, eru réttirnar að byrja?“ hrópar einhver undrandi.
„Nei, þær eru nú á haustin, kallinn minn!“ segir foringinn.
„Halda stöðugleikanum!“ Foringinn beygir annan fótinn við hné, grípur
um ökklann og teygir úr lausa handleggnum. Við gerum slíkt hið sama.
„Einn, tveir, þrír, fjórir oooog fimm!“ hrópar Foringinn þegar einhverjir
eru farnir að riða á bakkanum og sumir jafnvel að missa jafnvægið. Ég hef
fundið út að best er að horfa niður, finna einhvern blett í steypunni og ein-
blína á hann. Þá gengur vel að halda jafnvægi.
„Og svo er það hinn!“ Leikurinn endurtekur sig. Ragna og Biggi riða til
og Hrönn styður sig við vegginn. En hún hefur líka léleg hné. Annars spyr
hér enginn um getu, við gerum æfingarnar með bros á vör, hvert með okkar
hætti.
„Það eru fjórar æfingar eftir! Fyrst er það magi!“ hrópar Foringinn yfir
hópinn. Hann sest á hækjur sér með hendur aftan á hnakka.
„Ha? Er þetta ný æfing?“ hrópar einhver í forundran á hverjum morgni.
„Nei! Hún er ekki ný!“ hrópar Foringinn á móti á hverjum morgni og snýr
sér að Kollu. „Kolla!“
„Nei, þessi æfing er sko ekki ný!“ hrópar Kolla. „Hún er síðan 1982. Þá var
Foringinn með sítt að aftan og ég var með fjólublátt og perm og Gugga var