Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 91
Á b a r m i G l e ð i n n a r TMM 2018 · 2 91 Vigdís enn forseti. Hópurinn á bakkanum minnist þessa atburðar á hverjum morgni með þessum hætti. Nýja Max vélin er annað heiti á Boeing 737, en Dreamliner er Boeing 787. Auðheyrt er á foringjanum hvor tegundin honum finnst meiri. Við stígum fram í annan fótinn, lyftum handleggjum í axlarhæð og rykkjum þeim aftur á bak í takt við talningu Foringjans: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu! Og skipta!“ Ég skipti um fót án tilþrifa og horfi á Kollu sveifla fótum svífandi í loftinu. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu!“ „Og þá er það Stefán doktor!“ „Hann er enn á meðal vor!“ gellur í einhverjum. „Já, hann er sannarlega enn á meðal vor! Og svo einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu oooog tíu!“ Foringinn gefur taktinn fyrir okkur hin sem höfum krosslagt útrétta arma og ýmist réttum úr fótum eða beygjum hnén djúpt. Stefán heitinn Karlsson, handritafræðingur, var lengi fastagestur í pottum Vesturbæjarlaugar og tók nokkurn þátt Müllersæfingum, þó mest úr heita pottinum með hnyttnum athugasemdum. Af honum er gjarnan sögð sú saga að sölumenn hafi ákaft reynt að selja honum áskriftir að ýmsum tímaritum, Mannlífi, Húsum og híbýlum, Garðlist, Hestamanninum og svo framvegis. Hann þakkaði ætíð pent fyrir í símann en neitaði „með kærri þökk“. Svo var honum boðin áskrift að Nýju lífi. Þá sagðist Stefán ekki lesa neitt sem hafi komið út eftir árið 1500. Þá hættu þessar hringingar. Hans er minnst á hverjum morgni á barmi Vesturbæjarlaugar með þessari æfingu. „Þetta er rétt að byrja!“ þrumar foringinn. „Ha, eru réttirnar að byrja?“ hrópar einhver undrandi. „Nei, þær eru nú á haustin, kallinn minn!“ segir foringinn. „Halda stöðugleikanum!“ Foringinn beygir annan fótinn við hné, grípur um ökklann og teygir úr lausa handleggnum. Við gerum slíkt hið sama. „Einn, tveir, þrír, fjórir oooog fimm!“ hrópar Foringinn þegar einhverjir eru farnir að riða á bakkanum og sumir jafnvel að missa jafnvægið. Ég hef fundið út að best er að horfa niður, finna einhvern blett í steypunni og ein- blína á hann. Þá gengur vel að halda jafnvægi. „Og svo er það hinn!“ Leikurinn endurtekur sig. Ragna og Biggi riða til og Hrönn styður sig við vegginn. En hún hefur líka léleg hné. Annars spyr hér enginn um getu, við gerum æfingarnar með bros á vör, hvert með okkar hætti. „Það eru fjórar æfingar eftir! Fyrst er það magi!“ hrópar Foringinn yfir hópinn. Hann sest á hækjur sér með hendur aftan á hnakka. „Ha? Er þetta ný æfing?“ hrópar einhver í forundran á hverjum morgni. „Nei! Hún er ekki ný!“ hrópar Foringinn á móti á hverjum morgni og snýr sér að Kollu. „Kolla!“ „Nei, þessi æfing er sko ekki ný!“ hrópar Kolla. „Hún er síðan 1982. Þá var Foringinn með sítt að aftan og ég var með fjólublátt og perm og Gugga var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.