Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 69
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i
TMM 2018 · 2 69
glerinu, aftur og aftur“ – „load more, load more“ – undirgefinn þeim kerfis-
bundna vanagangi að „sjá meira og meira, læka allt, gefa sig á vald kærleik-
anum og samþykkinu“:
Á Facebook var Arnold Schwarzenegger nýbúinn að setja inn mynd af sjálfum sér að
klappa ljóni. Ég lækaði hana. Næst lækaði ég komment sem sæt stelpa hafði póstað.
Ég lækaði tilkynningu um að vinur minn ætlaði á Radiohead-tónleika og eitthvað
um einhverja myndlistarsýningu. Ég skrollaði neðar og lækaði grein um mikilvægi
kynjakvóta í stjórn KSÍ. Ég lækaði góðar sjö, átta selfí-myndir. Ég lækaði Michelin-
úrsmiði, íþróttaskóla Víkings, Bláa Lónið og grín um Framsóknarflokkinn. (Bls. 136)
Frásögnin einkennist af stöðugri viðveru tækjanna í lífi manneskjunnar
– eða öllu heldur: stöðugri viðveru manneskjunnar í og með tækjunum –
sem fléttast inn í söguna, nákvæmt en áreynslulaust, án þess að of mikið
sé gert úr henni: hún er einfaldlega sjálfgefin. Framvindan brotnar í sífellu
upp sökum tilkynninga um mest lesnu fréttirnar hverju sinni („Gurrý og
Loftur selja hæðina.“ „Fæddist með tvö höfuð.“ „Sá górillur í draumafríinu.“
„Suðu kynfæri nauðgarans.“ „Skaut börnin og ók fram af hengiflugi.“) og
annarra samhengisskertra tægja úr þeirri hnattrænu upplýsingaábreiðu sem
vefst utan um líf hins sítengda – og kristallast til að mynda í því þegar Arn-
mundur fær „tilkynningu frá Facebook þess efnis að Alice, Lundúnamær
sem ég gisti einu sinni hjá á berstrípaðri rúmdýnu, hefði ekki verið myrt af
hryðjuverkamönnum í dag.“ Í þessari samhengisleystu þoku skipta þættir
á borð við þjóðerni stöðugt minna máli – í það minnsta í hugum þeirra
sem mæta landamærum ekki sem áþreifanlegum hindrunum – og hafa þar
af leiðandi dvínandi samþjöppunarburði, en eru ekki leystir af hólmi af
háleitum pólitískum hugmyndum, heldur miklu fremur sálrænum doða þess
sem hefur tileinkað sér að samsama sig vörumerkjum. „Hafði íslenski fáninn
meiri áhrif á innra líf mitt,“ spyr Arnmundur, „en sjálfvirkur tölvupóstur frá
EasyJet eða Apple-vörukynning í beinni?“
Samtíminn upptendrast kapítalísku raunsæi og veröldina skortir skerpu.
Fjármagn frjóvgar allan jarðveg í svo gott sem frjálsri lykkju – að því er
virðist sjálfbæru hringatferli – ekki aðeins þvert á hin móðukenndu landa-
mæri, heldur á milli fyrirtækja og fólks líkt og um verur af sömu líftegund
sé að ræða; fram og aftur, eins og milli handa og fóta eins og sama líkamans.
Réttindabarátta verður eins og hvert annað vörumerki, aktívismi er stund-
aður á skemmtistöðum þar sem hægt er að „djammreykja og kaupa nokkra
bjóra og skot til styrktar göfugu málefni“, vart sér mun á hlaupaskókaupum
og stuðningi við flóttamenn eða frjálsa Palestínu, snyrtivöruframleiðendur
ýta úr vör pólitískum og siðferðislegum vitundarvakningarátökum, jafnt
lággjaldaflugfélög sem einkarekin öryggisfangelsi bjóða upp á alhliða vegan
valkosti, ungir og óhallærislegir vinstrisinnar auglýsa nýjustu smáforrit
bankanna og kantolíuböðuð tilboð alþjóðlegra pítsukeðja – fyrirtækja sem
sín á milli eiga í óþvinguðum skoðanaskiptum á samfélagsmiðlum: