Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 118
H u g v e k j u r 118 TMM 2018 · 2 atriðið er svo að hrista letina úr þessum mönnum og kenna þeim siðina, hvernig þeir eigi að haga sér ef þeir vilji vera ráðningarhæfir. Í því skyni samdi ein af þeim frönsku stofnunum sem eiga að sjá um atvinnu- leysingja merkilegt plagg til að leggja þeim lífsreglurnar. Er þar að finna nákvæm fyrirmæli um það hvernig þeir eiga að verja sínum degi, lið fyrir lið, svo engin mínúta fari til spillis. Þó ekki sé neitt atvinnuleysi á Íslandi getur hæg- lega til þess komið, ekki þegar búið verður að sökkva hluta þess í uppistöðu- lón og túrhestarnir búnir að traðka sundur afganginn, eins og fávísir menn kunna að ætla, heldur ef einhver bylgja leti og ómennsku ríður yfir, kannske í kjölfar nýs kollektívisma. Því held ég að það kunni að vera fróðlegt fyrir Mör- landann að rýna í dagskipanirnar. Ljóst er að með því að fara sem vandlegast eftir þeim muni hagur atvinnuleysingj- ans vænkast til mikilla muna. Fótaferðartími atvinnuleysingjans er ákveðinn korter fyrir átta (á plagginu er mynd af vekjaraklukku sem segir „zzz“), og þá á hann strax að taka til við lík- amsæfingar, þær örva jafnan viljann til vinnuleitar. Klukkan hálf átta á atvinnuleysing- inn svo að fara í sturtu, og meðan hann finnur vatnið streyma um allan atvinnulausa skrokkinn á hann að verja tíu mínútum í að velta því fyrir sér hvers konar vinna henti honum best, til hvers hugur hans standi, og eftir hverju hann eigi fyrst og fremst að slægjast. Þegar klukkuna vantar korter í níu á atvinnuleysinginn að taka til við „ríku- legan dögurð“ og ekki gleyma því að drekka kaffið úti á svölum, því „dags- birtan er náttúrulyf gegn þunglyndi“. Að þessu loknu, þegar klukkan er korter yfir níu, hefst dagsverk atvinnu- leysingjans. Nú á hann að tylla sér niður við tölvuna, byrja á því að velja þau fyr- irtæki sem hann ætlar að miða á og ganga þannig frá umsóknarbréfunum að þau henti hverju þeirra um sig. Að því búnu á hann að svara þeim atvinnu- tilboðum sem honum hafa þegar borist, og að lokum á hann að lesa aftur yfir bréf sem hann hefur samið um sérstak- an áhuga sinn á ýmislegum störfum og einstaka hæfileika sína til þeirra og sjá til þess að curriculum vitae, æviágripið, úreldist ekki. Þá er komið hádegi og morgunverk- unum lokið. Þá á atvinnuleysinginn að snæða hádegisverð og njóta þess að slappa vel af, það er mikilvægt. Samt er ekki til setunnar boðið. Um leið og klukkan slær eitt á atvinnuleys- inginn að rjúka úr sæti og þjóta í tölv- una, en verkefnið sem hann á nú fyrir höndum er af öðru tagi. Nú á hann að líta yfir tímabundin störf, afleysingar, og einnig störf sem henta honum ekki beinlínis og hann hefur ekki áhuga á. En það getur vitanlega verið gagnlegt að hafa eitthvað til að hlaupa upp á til að vinna sér tímabundið inn vasaaura meðan beðið er eftir öðru betra. Þessi liður er því merktur með evru-tákninu. Nú er hinu eiginlega dagsverki lokið og klukkan orðin tvö. Þá á atvinnuleys- inginn að njóta tveggja klukkutíma verðskuldaðrar hvíldar og gera það sem honum finnst skemmtilegast; mælt er með því að hann taki þátt í einhverjum félagsstörfum, svo sem samtökum sjálf- boðaliða á einhverju sviði. Við lesturinn dettur manni kannske í hug að hann gæti starfað í einhverju af hinum svo- kölluðu „veitingahúsum hjartans“ sem leikarinn Coluche kom á fót og hafa það hlutverk að gefa atvinnulausum úti- gangsmönnum ókeypis mat, en þetta er ekki matmálstími, enda geta menn lesið í kokkabókum frjálshyggjunnar að ekki sé til neinn ókeypis málsverður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.