Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 39
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r
TMM 2018 · 2 39
***
Viltu segja mér frá skólagöngunni?
Skólaganga mín var hefðbundin, ég var mjög hefðbundin, ég var svo
hrædd um að líf mitt myndi eyðileggjast: foreldrar mínir fóru ekki í mennta-
skóla – það leit út fyrir að vera sorg lífs þeirra, að þau yrðu ekki neitt afþví
þau fóru ekki í menntaskóla – og ég var hvött til að fara í menntaskóla. Ég
fór í kaþólska grunnskóla og menntaskóla, bjó heima, tók strætó og lest til
borgarinnar í The University of Massachusets í Boston, það var dapurt og
æðislegt.
Kennararnir voru frábærir og þeir voru meðvitaðir um að þeir væru að
búa til háskóla fyrir heimafólk af lágstétt. Borgin er full af einkaháskólum
og skólum sem stúdentar frá öllum heiminum sækja en komir þú frá Boston
kemstu ekki í þessa góðu skóla nema þú hafir sérgáfu. Fjölskylda mín vissi
lítið og enginn leiðbeindi mér til þess að komast í fallegri og meira spenn-
andi skóla.
Ég var mjög góður námsmaður og hefði komist í fína einkaskóla en ég
kunni ekkert á lánakerfið og það vesen allt og ég vildi líka verða frjáls og óháð
þegar ég lyki námi en ekki skuldug. Svo ég fór í ríkisháskóla sem var mjög
góður, las þýskar bókmenntir, ljóð, lærði helling um bókmenntir, öðlaðist
vitsmunalega reynslu en óx ekki persónulega. Ég bjó enn heima hjá andlega
veiklyndri fjölskyldu minni og varð að vera þolinmóð.
Eftir skóla ferðaðist ég í þrjú ár, fór til Evrópu og flakkaði um á puttanum
í sex mánuði, fór til Kaliforníu í nokkra mánuði, var alltaf að reyna að yfir-
gefa Boston og loks kom ég hingað: raunveruleg menntun mín hófst þegar
ég flutti til New York.
Hvenær vildirðu verða rithöfundur?
Í menntaskóla held ég, ég gat alltaf skrifað, það virtist vera mitt eðli-
lega ástand. Á sama tíma vildi ég verða geimfari, sálfræðingur, vinna með
brjáluðu fólki, en það passaði mér ekki. Kennararnir urðu hlessa yfir ritgerð-
unum mínum og skildu ekki hvernig ég gæti skrifað – ég gat þá þegar skrifað
þegar ég sótti tíma í ritlist – og ég hafði aldrei fengið þvílíka athygli fyrr. Ég
hafði alltaf verið góð í myndlist en vildi ekki fara í listaskóla. Í háskóla fékk
ég samskonar athygli og ég hafði fengið fyrir teikningarnar nema nú fyrir að
skrifa og ég hugsaði með mér að fyrst ég væri góð í þessu væri þetta kannski
eitthvað fyrir mig.
Í háskólanum lærðum við um James Joyce, D.H. Lawrence og alla þessa
karlhöfunda. Mér fannst gaman að hlusta á kennarana tala um skáld og mig
langaði til að vera einsog þeir. En þegar ég sótti fleiri kúrsa í bókmenntum
sá ég að ég kæmist aldrei yfir að lesa allt. Háskólakennarar verða að lesa
ofsalega mikið. Þeir setja fyrir tíu bækur á viku og maður verður að lesa þær
allar. Ég las tilviljunarkennt og af æsingi og losta. Í skólanum var lesturinn