Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 39
É g e r g a m a l l s n i l l i n g u r TMM 2018 · 2 39 *** Viltu segja mér frá skólagöngunni? Skólaganga mín var hefðbundin, ég var mjög hefðbundin, ég var svo hrædd um að líf mitt myndi eyðileggjast: foreldrar mínir fóru ekki í mennta- skóla – það leit út fyrir að vera sorg lífs þeirra, að þau yrðu ekki neitt afþví þau fóru ekki í menntaskóla – og ég var hvött til að fara í menntaskóla. Ég fór í kaþólska grunnskóla og menntaskóla, bjó heima, tók strætó og lest til borgarinnar í The University of Massachusets í Boston, það var dapurt og æðislegt. Kennararnir voru frábærir og þeir voru meðvitaðir um að þeir væru að búa til háskóla fyrir heimafólk af lágstétt. Borgin er full af einkaháskólum og skólum sem stúdentar frá öllum heiminum sækja en komir þú frá Boston kemstu ekki í þessa góðu skóla nema þú hafir sérgáfu. Fjölskylda mín vissi lítið og enginn leiðbeindi mér til þess að komast í fallegri og meira spenn- andi skóla. Ég var mjög góður námsmaður og hefði komist í fína einkaskóla en ég kunni ekkert á lánakerfið og það vesen allt og ég vildi líka verða frjáls og óháð þegar ég lyki námi en ekki skuldug. Svo ég fór í ríkisháskóla sem var mjög góður, las þýskar bókmenntir, ljóð, lærði helling um bókmenntir, öðlaðist vitsmunalega reynslu en óx ekki persónulega. Ég bjó enn heima hjá andlega veiklyndri fjölskyldu minni og varð að vera þolinmóð. Eftir skóla ferðaðist ég í þrjú ár, fór til Evrópu og flakkaði um á puttanum í sex mánuði, fór til Kaliforníu í nokkra mánuði, var alltaf að reyna að yfir- gefa Boston og loks kom ég hingað: raunveruleg menntun mín hófst þegar ég flutti til New York. Hvenær vildirðu verða rithöfundur? Í menntaskóla held ég, ég gat alltaf skrifað, það virtist vera mitt eðli- lega ástand. Á sama tíma vildi ég verða geimfari, sálfræðingur, vinna með brjáluðu fólki, en það passaði mér ekki. Kennararnir urðu hlessa yfir ritgerð- unum mínum og skildu ekki hvernig ég gæti skrifað – ég gat þá þegar skrifað þegar ég sótti tíma í ritlist – og ég hafði aldrei fengið þvílíka athygli fyrr. Ég hafði alltaf verið góð í myndlist en vildi ekki fara í listaskóla. Í háskóla fékk ég samskonar athygli og ég hafði fengið fyrir teikningarnar nema nú fyrir að skrifa og ég hugsaði með mér að fyrst ég væri góð í þessu væri þetta kannski eitthvað fyrir mig. Í háskólanum lærðum við um James Joyce, D.H. Lawrence og alla þessa karlhöfunda. Mér fannst gaman að hlusta á kennarana tala um skáld og mig langaði til að vera einsog þeir. En þegar ég sótti fleiri kúrsa í bókmenntum sá ég að ég kæmist aldrei yfir að lesa allt. Háskólakennarar verða að lesa ofsalega mikið. Þeir setja fyrir tíu bækur á viku og maður verður að lesa þær allar. Ég las tilviljunarkennt og af æsingi og losta. Í skólanum var lesturinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.