Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 16
H a l l f r í ð u r J . R a g n h e i ð a r d ó t t i r 16 TMM 2018 · 2 var sundur skilið, himin og jörð, anda og efni. Sem slíkt er það lykill að harm- oníunni í sköpunarverkinu sem líkamnaðist í frumverunni Ymi, en nafn hennar þýðir tvíburi, skylt ymur sem er eins konar grunntónn í óði verunnar. Svissneski sálfræðingurinn C. G. Jung bendir á að hin frumlæga hug- mynd um tvíkynja uppruna mannsins hafi orðið að tengitákni fyrir skapandi einingu andstæðna sem stefnir í átt að heilleika.10 Og hér fór ég að skilja erindi draumsins sem hafði laðað mig inn á þessa braut. Hann leitaðist við að leiða mér fyrir sjónir að til þess að gera drauma mína um að skapa að veru- leika þyrfti ég að koma á samhljómi milli vitsmunanna, sem ég hafði hafið á stall, og hvatanna sem voru undir hælnum á mér, óvinir sem fyrir alla muni þurfti að hafa hemil á. Fyrir vikið tókst mér ekki að stýra þeim mér til fram- dráttar, eins og Freyju köttum sínum, heldur leyfði ég óttanum að ráða för. Örlögin höguðu því svo að mér var fengin í hendur þessi mynd af fornu silfurmeni sem skyldi liggja til grundvallar texta mínum. Um líkama Freyju hringast ormurinn sem bítur í sporðinn á sér; við sjáum haus skepnunnar hægra megin við höfuð gyðjunnar. Á milli fóta, niðri við pilsfaldinn, er vísað í hyrndan mána sem kallaður er. Örmum sínum vefur Freyja um þungaðan kvið. Móðurhlutverkið var þó ekki á hendi Freyju heldur var hún umfram allt völva, þunguð af hinu ókomna og óþekkta sem bíður þess að komast fram í dagsljósið. Orðið völva er sýnilega dregið af latneska orðinu volva, vulva, sem þýðir leg.11 Á sama hátt er Delfí, þar sem hin víðfræga véfrétt hafði aðsetur, dregið af gríska orðinu delphus sem þýðir leg.12 Ég starði á víxl á myndirnar tvær, af sólmyrkva og silfurmeninu, og sá í þeim sláandi samhverfu. Bæði sporðbíturinn og vafurloginn, sem ég ætla að eigi fyrirmynd í sólstrókunum sem hvirflast um mánaskífuna, umkringdu meyjarskemmuna í fornum sögum og vörnuðu óverðugum inngöngu. Endur- óma þar óskoruð yfirráð Freyju yfir skemmu sinni sem lýst er í Sörlaþætti. Tímabil 800–1050. Statens Historiska Museum, Stockholm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.