Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 16
H a l l f r í ð u r J . R a g n h e i ð a r d ó t t i r
16 TMM 2018 · 2
var sundur skilið, himin og jörð, anda og efni. Sem slíkt er það lykill að harm-
oníunni í sköpunarverkinu sem líkamnaðist í frumverunni Ymi, en nafn
hennar þýðir tvíburi, skylt ymur sem er eins konar grunntónn í óði verunnar.
Svissneski sálfræðingurinn C. G. Jung bendir á að hin frumlæga hug-
mynd um tvíkynja uppruna mannsins hafi orðið að tengitákni fyrir skapandi
einingu andstæðna sem stefnir í átt að heilleika.10 Og hér fór ég að skilja
erindi draumsins sem hafði laðað mig inn á þessa braut. Hann leitaðist við að
leiða mér fyrir sjónir að til þess að gera drauma mína um að skapa að veru-
leika þyrfti ég að koma á samhljómi milli vitsmunanna, sem ég hafði hafið á
stall, og hvatanna sem voru undir hælnum á mér, óvinir sem fyrir alla muni
þurfti að hafa hemil á. Fyrir vikið tókst mér ekki að stýra þeim mér til fram-
dráttar, eins og Freyju köttum sínum, heldur leyfði ég óttanum að ráða för.
Örlögin höguðu því svo að mér var fengin í hendur þessi mynd af fornu
silfurmeni sem skyldi liggja til grundvallar texta mínum. Um líkama Freyju
hringast ormurinn sem bítur í sporðinn á sér; við sjáum haus skepnunnar
hægra megin við höfuð gyðjunnar. Á milli fóta, niðri við pilsfaldinn, er vísað
í hyrndan mána sem kallaður er. Örmum sínum vefur Freyja um þungaðan
kvið. Móðurhlutverkið var þó ekki á hendi Freyju heldur var hún umfram
allt völva, þunguð af hinu ókomna og óþekkta sem bíður þess að komast
fram í dagsljósið.
Orðið völva er sýnilega dregið af latneska orðinu volva, vulva, sem þýðir
leg.11 Á sama hátt er Delfí, þar sem hin víðfræga véfrétt hafði aðsetur, dregið
af gríska orðinu delphus sem þýðir leg.12
Ég starði á víxl á myndirnar tvær, af sólmyrkva og silfurmeninu, og sá í
þeim sláandi samhverfu. Bæði sporðbíturinn og vafurloginn, sem ég ætla að
eigi fyrirmynd í sólstrókunum sem hvirflast um mánaskífuna, umkringdu
meyjarskemmuna í fornum sögum og vörnuðu óverðugum inngöngu. Endur-
óma þar óskoruð yfirráð Freyju yfir skemmu sinni sem lýst er í Sörlaþætti.
Tímabil 800–1050. Statens Historiska
Museum, Stockholm.