Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 128
U m s a g n i r u m b æ k u r 128 TMM 2018 · 2 röndina stillir höfundur upp afskaplega ýktum aðstæðum en á hinn bóginn er þetta blákaldur raunveruleiki og eitt- hvað sem flestir geta samsamað sig við að einhverju leyti, gróteska og absúrd- ismi sem reynast við nánari athugun vera ekta raunsæi. Mögulega er þetta hluti af því sem gerir verk Kristínar svo heillandi, þessi hæfileiki til að draga upp torkennilegar myndir af einhverju ókennilegu sem verður svo kunnuglegt – ítrekað stillir hún lesandanum upp svo nálægt hlutum að augu og heili ná ekkert að nema annað en efni og áferð og draga fáránlegar ályktanir. En þá lætur hún okkur stíga skref til baka og skyndilega verður allt skiljanlegt. Hún skrifar um jaðraðar persónur í undar- legum aðstæðum en um leið skrifar hún um okkur öll. Tilvísanir 1 Kristín Eiríksdóttir, viðtal í DV: http://www. dv.is/menning/2017/11/19/kristin-eiriksdott- ir-elin-ymislegt/ Sótt af netinu 12.02.2018. 2 Kristín Eiríksdóttir. Doris deyr. JPV útgáfa: Reykjavík, 2010, bls. 28–29. Vésteinn Ólason Reikað um skóg minninganna Einar Már Guðmundsson: Passamyndir. Mál og menning 2017. 276 bls. Í þessari nýjustu sögu Einars Más nýtir hann, eins og oft áður, efni úr eigin ævi í skáldskap sinn, atburði og persónur. Þessar sögur má vel lesa sem sagnfræði- legar eða öllu heldur menningarsöguleg- ar heimildir. Heimildargildi þeirra felst þó ekki í vísun til áþreifanlegra fyrir- bæra heldur lifandi endursköpun and- rúmslofts og tilfinninga, sem að sumu leyti tengjast tímabili í sögunni, að sumu leyti tímaskeiði í ævi fólks. Í slíkri sögu þýðir lítið að leita að útpældri fléttu atvika, því að sögumaðurinn reik- ar gegnum skóg minninganna. Hann virðist í upphafi taka ákveðna stefnu, en oft á tíðum er sem hún hafi gleymst í útúrdúrum og tímaflakki. Sögumaður- inn fer stundum að minna á Svejk á leið- inni til Budojevice, en þó kemst hann að lokum á sinn leiðarenda, og útúrdúrarn- ir hafa lagt sitt til sögunnar. Einar leikur sér að því að vísa í upp- hafi og öðru hverju til Hamsuns, í Pan og Sult, enda er hann á ferð bæði í Ósló, sem eitt sinn hét Kristjanía, og í norsk- um skógi á fjöllum uppi. Hann er þó harla ólíkur Hamsun og veit það manna best sjálfur. Það eru samt margir fallegir kaflar sem geta minnt á Hamsun þótt þeir séu „bara“ Einar Már í essinu sínu, sjálfum sér líkur: Ég man þegar ég stóð á gangstéttinni í rigningunni. Ég stóð við stóra glugg- ann í bókabúðinni á horninu, rétt hjá hallargarðinum, og beið með hjarta mitt í regninu og regnið í hjartanu. Það rigndi eins og ég stæði í sturtu, nema droparnir voru stærri og kaldari og biðin gerði allt svo dapurlegt. (8) En það er ekki alltaf svona dapurleg stemning, þvert á móti: Stundum er lífið bara What a wonder- ful world, og Louis Armstrong er sólin. Hann blæs í trompet og geislarnir flæða. Ég horfi yfir kaffihúsin á torginu, sé stúlkurnar sveifla hárinu. Sólin glampar í glösum. Það rýkur úr bollum. Einhver leikur á gítar. Einsog gefur að skilja er ég ungur í þessari sögu, rétt um tvítugt plús tveir, þrír eða fjórir, jafnvel fimm. (10) Sögumaður Einars og alter ego, sem hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.