Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 59
J ó l a p l a t t a r n i r TMM 2018 · 2 59 við aðalatriði sögunnar og segja hana með þeim hætti að alvaran í erindi mínu sé þeim ljós sem bréfin lesa. Nú sný ég mér að þeim hörmulegu atburðum sem hafa alla tíð síðan valdið mér svo skelfilegu angri að á engan mann er leggjandi. Þann 27. febrúar 1928 strandaði Jón forseti út af Stafnesi. Haugasjór var á og þó að önnur skip væru á sjó í grenndinni voru þeim jafnt og okkur allar bjargir bannaðar. Okkur varð það fljótt ljóst að skipið myndi ekki rífa sig laust af skerinu og jafnskjótt sá það hver maður í hendi sér að nú þyrfti guðs forsjón að koma til og allt það mannlega hugvit og áræði sem tiltækt væri. Sem við stóðum þarna við mastrið og brimið barði okkur sínum óvægnu hrömmum var þrifið fast í öxlina á mér og Þorvaldur öskraði á mig í gegnum gnauðið að koma með sér niður í lúkar. Þegar þangað kom reif hann sig úr stakknum og skipaði mér hvössum rómi að hjálpa sér. Við tókum síðan til við að stinga jólaplöttunum inn undir föt hans, ofan í buxur, undir treyju, bæði í bak og fyrir og vefja hann síðan í brekán. Eftir einn vafning utan um skrokkinn stakk hann fleiri plöttum í fell- ingar á brekáninu og þannig koll af kolli. Ég steypti svo yfir hann sjó- stakknum, sem orðinn var býsna þröngur, því ummál Þorvaldar hafði tvöfaldast við þessa aðgerð. Sjálfur reyndi ég aftur og aftur að fá hann til að hætta við þessa áætlun sína, en hann hvessti sig í hvert skipti og þegar hann leit á mig fannst mér brenna úr augum hans æði sem ég skelfdist og þorði ekki annað en gera eins og hann bauð. Þegar við komum aftur út á dekk var stýrishúsið horfið, en nokkrum skipsfélögum okkar hafði tekist að binda sig fasta við mastrið. Ekki veit ég hvernig það gerðist, en með einhverju móti hafði tekist að koma kaðli úr landi út í skipið. Menn æptu upp í óveðrið, bentu og pötuðu út í loftið og vafalaust voru uppi einhverjar hugmyndir um hvernig mætti bjarga sem flestum af áhöfninni í land. Ég reyndi sjálfur að hlusta og hrópa á móti, en áður en ég vissi af hafði Þorvaldur kastað sér á kaðalinn og var farinn að lesa sig eftir honum í átt til lands. Við skipsfélagar hans stóðum stjarfir og horfðum á hann hverfa inn í hafrótið helmingi sverari en hann átti að sér. Við sáum strengjast og slakna á kaðlinum, strengjast og slakna og á því gekk góða stund. Nema auðvitað var sú stund ekki góð – hún var hryllileg í alla staði. Og hversu löng sem hún var, þá lauk henni loks á því að slitinn endi kaðalsins slengdist inn fyrir lunninguna og flaksaði í vindinum við fætur okkar. Þorvaldur hafði reynst alltof þungur. Fimmtán skipsfélagar mínir létu lífið þennan dag við Stafnes. Blessuð sé minning þeirra. Þó að seint og um síðir tækist að koma öðrum kaðli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.