Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 9
B r ý r o g h i m n a r TMM 2018 · 2 9 *** Sjálfur var Þorsteinn fremur fáorður um ljóð sín en segir þó meðal annars þessi merkilegu orð í stuttum pistli á bokmenntir.is: Önnur staðhæfing kann hinsvegar að þykja einkalegri, og á þó vafalaust sammerkt við flesta sem fást við skáldskap: að öll sköpun sé eins konar brúarsmíð – milli hug- taka, milli tímaskeiða, milli manna, þar sem merkingar eru jafnframt útvíkkaðar ýmislega. Ljóð um tré fjallar ef til vill ekki fyrst og fremst um tré ef betur er að gáð, heldur þá spegilmynd sem það öðlast í hug þess sem virðir það fyrir sér og yrkir um það. Lækurinn sem við lékum okkur hjá forðum tíð kann að vera horfinn fyrir löngu, en hann streymir um hugann og minnið, og ummyndast, ef svo ber undir, í óvænt tákn nýrrar merkingar – nýjan læk sem enginn veit eftir hvaða farvegum kann að kvíslast síðar meir í mennskum hugum. Hann útlagði svipaða hugsun stundum í ljóðum sínum enda gjarn á að yrkja um þá iðju. Skemmtilegt dæmi um það er ljóðið „Dyr að draumi“ úr sam- nefndri bók frá 2005: Opnar ég sá dyr að draumi: dyr inn í bláinn og hljóp í ofvæni hlaðbrekkuna þá til fundar við ástleitið auglit: það hló við mér álengdar, hvar sem ég stóð og braut sér leið inn í ljóð sem talið verður framvegis fjalla um allt já, allt, allt, allt annað … Hér sýnir hann okkur bæði kveikjuna að ljóði og bendir okkur með mildri gamansemi á að okkur hættir til fullmikillar kappsemi við að útleggja ljóð sem eru kannski bara um ástleitið auglit sem maður getur ekki hætt að sjá fyrir sér. Öllu alvarlegri útlegging á svipaðri hugsun er í ljóðinu „Mér er í mun –“ í Sæfaranum sofandi frá 1992, sem raunar er eitt af fegurstu ljóðum skáldsins, og er nokkurs konar uppgjör við eigið lífsstarf:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.