Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 110
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 110 TMM 2018 · 2 Davíð gerir talsvert úr hreystimennsku hreppstjórans en hann hefur auðgast mjög á eigin vinnusemi og dugnaði. Engu skiptir þótt hann skeri ekki við nögl í aðstoð við þurfandi eða veiti mörgum gestum sínum rausnarlega: „Þó að gestanauð væri meiri að Skálá en nokkru öðru heimili í Sléttuhlíð, hafði húsbændunum búnazt vel og þeir auðgazt með hverju ári […]. Trausti bóndi hafði oft lagt hart að sér við vinnu, og enn gat hann orðið […] kapps- fullur við sláttinn […].“ (II 89) Hann hagnast af erfiði sínu en hefur samt búmannlega nægjusemi að viðmiði og klæðist bættum buxum og prjóna- peysu í anda íslensks sveitafólks fyrri alda. Hann er sveitungum sínum til fyrirmyndar enda rótfastur í góðum, fornum gildum. „Hér er búið í fornum stíl, og kjarngóð fæða veitt af rausn […],“ (I 257) segir um búskaparhætti að Skálá og þannig undirstrikað að tengsl við liðna tíð séu þar viðurkennd, þeim viðhaldið af trúmennsku og unnið út frá þeim að hagsæld til framtíðar. Sjálfur leit Davíð svo á að hið rótgróna ferli tilverunnar, sem er haft í hávegum á Skálá, væri tryggt í sveitinni en að unnið væri gegn því í hverf- lyndi nútímans sem hlyti að stuðla að hnignun. Í „Bréfi til uppskafningsins“ talaði hann um „áttaríg“ sem sérkenni á samtímanum: „Áttarígur í loftinu, í tilverunni, þjóðmálum, skáldskap, mannlífinu.“28 Þjóðfélagið þurfti á stefnu til framtíðar að halda en þess í stað blésu vindar í ólíkar áttir og samhæfing þess virtist því veik og uppistaðan til framtíðar sömuleiðis. Á ritunartíma Sólons Islandusar er að sjá sem sú skoðun hafi verið mótuð með honum að þjóðarheildina skorti festu og eitthvert markmið að vinna að. Ólíkir pólar tókust stöðugt á og núningurinn þar í milli bar með sér „áttaríginn“. Með sögu sinni kemur hann fram með tvær tillögur að framtíðarviðmiðunum eftir því hvernig þjóðfélag landsmenn hefðu hug á að byggja upp. Annars vegar rótleysi og sundrung aðalpersónunnar og hins vegar festu og einingu í anda bændasamfélagsins þar sem sannur og heilsteyptur höfðingi í ætt við Trausta yrði í forystu. En hver ætli sé ástæða þess að verkið hefur verið sagt öðru fremur endur- spegla samúð höfundar með „olnbogabörnum“ og „utangarðsmönnum“ á borð við Sölva Helgason? Ljóst er að áform hans hafa verið önnur ef marka má hans eigin orð þar að lútandi. Vera kann að lengdinni sé um að kenna að ætlaður skilningur hans á persónunni verði á einhvern hátt óskýr. Flestir ritdómenda á sínum tíma áttu þó ekki í sérstökum erfiðleikum með að greina að hér væri á ferð hörð gagnrýni á „lýðskrumara og mikilmennskubrjálæði“ nútímans.29 Steindór Steindórsson frá Hlöðum (1902–1997) var á því að í bókinni mætti finna ákúrur til nasista og kommúnista, sem þjáðir væru af „Sölvaeðlinu“, en lét auk þess í veðri vaka að bókin væri í lengri kantinum þó að hann gengi ekki svo langt að kalla hana langhund.30 Úrvinnsla Davíðs á sögulegum bakgrunni er víðtæk og kannski hefur það háð honum að vilja vera sem trúastur staðreyndum. Sem dæmi fellir hann stóran hluta vega- bréfs, sem Sölvi var í hæstarétti fundinn sekur um að hafa falsað, orðrétt inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.