Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 93
Á b a r m i G l e ð i n n a r TMM 2018 · 2 93 Það er að segja, flestir á bakkanum syngja þetta svona. Við Kolla gerum það ekki. Við syngjum í viðlögunum: „Hífið öll sem eitt!“ og „Hífið nú systur allar sem ein!“ Við Kolla erum yfirlýstir femínistar. Kolla er meira að segja fræg sem slík og hefur setið á þingi fyrir flokk sem hefur femínisma í titlinum. Ég hef rætt þetta orðalag við hinar konurnar, en sumar orrustur eru bara tapaðar fyrirfram. Þar að auki drynja baritónraddir þeirra Flosa og Guðmundar og bassarödd Bigga svo hressilega að undir tekur í öllum veggjum laugarinnar og útiloka að veikari kvenraddir komist eitthvað upp á dekk. Skugga eða Rögnu er falið að semja síðari vísuna þannig að báðir fætur fái sitt að glíma við í þessari æfingu. Þar sem sú vísa er ætíð háð stund og stað og veðri og pólitík er ekki unnt að hafa hana eftir hér. Viðlagið er þó hið sama og í fyrri vísunni. Vísan er alltaf smellin og við klöppum höfundi lof í lófa. Müllersæfingum er lokið. Nú er haldið ofan í heitasta pottinn. Hér fer fram einkunnagjöf og talning. Ég þigg kaffimál hjá prestinum og smeygi mér innst í pottinn til Margrétar hans Jóns sem var einu sinni félagsmálaráðherra. Jón er líka góður hag- yrðingur og lætur stundum vísur fjúka. Eitt sinn þegar presturinn þurfti að fara áður en Vinir Dóra höfðu lokið æfingum mælti Jón af munni fram: Sundfélagar hengja haus, hljóður allur skarinn. Kvenþjóðin er kaffilaus, klerkurinn er farinn. Kliðurinn í pottinum er eins og í fuglabjargi. Ég loka augunum og eyrun fanga stök orð og setningaslitur: „Umgangspest.“ „Nei, nei, það var ekki mein ingin …“ „Sjónvarpið“. „Jæja,“ segir einhver hressilega. „Á ekkert að gefa einkunn í dag?“ „Jú, jú blessaður vertu, bíddu bara hægur.“ Það er Foringinn sem talar og það dregur úr kliðnum í pottinum þegar við snúum okkur að honum og bíðum spennt niðurstöðunnar. „9,36!“ segir Foringinn hátt og snjallt. Það fer fagnaðarkliður um hópinn. Margir endurtaka töluna og finnst mikið til hennar koma. Enda er hún óvenju há. „En fjöldi iðkenda?“ segir nú Foringinn, „Hverjar eru tölurnar í dag?“ Yfirtalnameistarinn Jónína, eða doktor Jónína eins og við höfum kallað hana síðan hún varði doktorsritgerð sína í stærðfræði, tekur nú til máls: „Jaaá, þetta var nú óvenju snúið í dag,“ segir reiknidoktorinnan ábúðarfull. Við sperrum eyrun. „Hvað ertu að segja?“ verður einhverjum að orði og aðrir muldra til staðfestu. „Já, það var nefnilega ekki alveg ljóst hvaða karlpeningar ætluðu að vera með í dag og hverjir voru bara að reyna að ná sér í einhver prik. Það voru þarna nokkrir á eilífu randi, bæði út og inn.“ „Er þetta satt, Árni?“ spyr einhver í forundran Árna Þór. Hann hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.