Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 26
F r í ð a Í s b e r g
26 TMM 2018 · 2
eftir hring, úr betri stofunni í borðstofuna í eldhúsið í forstofuna í betri
stofuna. Ég hleyp úr söknuði yfir í reiði yfir í eftirsjá yfir í létti o.s.frv.
o.s.frv.
Held að þetta sé eitthvað annað. Grunar eitthvert segulmagn sem
lætur mig hlaupa. Kannski orka sem ég get ekki verið nálægt. Eins og
seglar sem ekki er hægt að ýta saman. Þetta er næstum því hundrað ára
gamalt hús. Það er orðið áliðið og bílarnir eru hættir að keyra framhjá,
þótt húsið standi við aðalgötuna. Ef maður stendur við gluggann hérna
megin og horfir í austurátt er hægt að sjá stöku bifreið á þjóðveginum
en drífan er tvístígandi og bílarnir líkjast helst silfurskottum sem hverfa
jafnóðum og maður kemur auga á þær.
29. nóvember 2016
Gott kvöld, elsku bróðir.
Ég hef verið að hugsa um það þegar við vorum ellefu ára og pabbi
neyddi okkur til þess að klára að smíða Sælubúðina. Við vorum búin að
fresta því allt sumarið. Aðalbletturinn okkar úti í garði var hertekinn
af nöglum og spýtum og í staðinn fyrir að rumpa þessu af þá hund-
suðum við kofann og færðum okkur um set. Þetta er síðasta bréfið frá
mér. Ég er aðeins að gráta, þess vegna er pappírinn eins og bárujárn á
sumum stöðum. Við höfum öll ákveðið magn af orku til að moða úr og
ég veit að ég þarf að ryðja nýja farvegi fyrir orkuna mína, skrifa bækur
í staðinn fyrir bréf. Eins og þegar þú seldir sjónvarpið á bland.is því þú
varst hættur að lesa bækur.
Talandi um farvegi og orku þá fletti ég upp nýju orði í gærkvöldi.
Foss. Allt í einu fannst mér það aulalegt orð. Nema hvað. Það er ekki eitt
einasta íslenskt samheiti fyrir fyrirbærið foss. Við eigum milljón orð yfir
ský en bara eitt orð yfir foss. Og af því að mér var mikið í mun að ein-
beita mér að einhverju öðru en ganginum og hlaupinu þá fletti ég orð-
sifjunum upp og sá að það á eitt úrelt samheiti: Fors. Finnst þér þetta
ekki merkilegt? Force. Hefði kannski verið nær að þýða þetta almenni-
lega og þá værum við með Dettimátt eða Gullstyrk.
Nóttin leið eins og augnablik, eins og ég hefði lokað augunum og
opnað þau strax aftur. Ég var enn í fötum gærdagsins og hljóp beint út
úr húsi, keypti mér lítið skyr í Samkaup og paufaðist í gegnum snjóinn
að hótelinu. Öllu flugi var frestað, spáin á morgun var jafnslæm en á
fimmtudaginn átti storminum að slota. Hótelið var yfirfullt af innlyksa
útlendingum, mér leið eins og á flugvelli þegar íþróttalið eru að ferðast
og dreifa úr sér út um allt og maður þarf að tipla yfir þau eins og gler-
brot. Það var móða á gluggunum og allir héngu í símum eða tölvum eða