Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 26
F r í ð a Í s b e r g 26 TMM 2018 · 2 eftir hring, úr betri stofunni í borðstofuna í eldhúsið í forstofuna í betri stofuna. Ég hleyp úr söknuði yfir í reiði yfir í eftirsjá yfir í létti o.s.frv. o.s.frv. Held að þetta sé eitthvað annað. Grunar eitthvert segulmagn sem lætur mig hlaupa. Kannski orka sem ég get ekki verið nálægt. Eins og seglar sem ekki er hægt að ýta saman. Þetta er næstum því hundrað ára gamalt hús. Það er orðið áliðið og bílarnir eru hættir að keyra framhjá, þótt húsið standi við aðalgötuna. Ef maður stendur við gluggann hérna megin og horfir í austurátt er hægt að sjá stöku bifreið á þjóðveginum en drífan er tvístígandi og bílarnir líkjast helst silfurskottum sem hverfa jafnóðum og maður kemur auga á þær. 29. nóvember 2016 Gott kvöld, elsku bróðir. Ég hef verið að hugsa um það þegar við vorum ellefu ára og pabbi neyddi okkur til þess að klára að smíða Sælubúðina. Við vorum búin að fresta því allt sumarið. Aðalbletturinn okkar úti í garði var hertekinn af nöglum og spýtum og í staðinn fyrir að rumpa þessu af þá hund- suðum við kofann og færðum okkur um set. Þetta er síðasta bréfið frá mér. Ég er aðeins að gráta, þess vegna er pappírinn eins og bárujárn á sumum stöðum. Við höfum öll ákveðið magn af orku til að moða úr og ég veit að ég þarf að ryðja nýja farvegi fyrir orkuna mína, skrifa bækur í staðinn fyrir bréf. Eins og þegar þú seldir sjónvarpið á bland.is því þú varst hættur að lesa bækur. Talandi um farvegi og orku þá fletti ég upp nýju orði í gærkvöldi. Foss. Allt í einu fannst mér það aulalegt orð. Nema hvað. Það er ekki eitt einasta íslenskt samheiti fyrir fyrirbærið foss. Við eigum milljón orð yfir ský en bara eitt orð yfir foss. Og af því að mér var mikið í mun að ein- beita mér að einhverju öðru en ganginum og hlaupinu þá fletti ég orð- sifjunum upp og sá að það á eitt úrelt samheiti: Fors. Finnst þér þetta ekki merkilegt? Force. Hefði kannski verið nær að þýða þetta almenni- lega og þá værum við með Dettimátt eða Gullstyrk. Nóttin leið eins og augnablik, eins og ég hefði lokað augunum og opnað þau strax aftur. Ég var enn í fötum gærdagsins og hljóp beint út úr húsi, keypti mér lítið skyr í Samkaup og paufaðist í gegnum snjóinn að hótelinu. Öllu flugi var frestað, spáin á morgun var jafnslæm en á fimmtudaginn átti storminum að slota. Hótelið var yfirfullt af innlyksa útlendingum, mér leið eins og á flugvelli þegar íþróttalið eru að ferðast og dreifa úr sér út um allt og maður þarf að tipla yfir þau eins og gler- brot. Það var móða á gluggunum og allir héngu í símum eða tölvum eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.