Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 134
U m s a g n i r u m b æ k u r 134 TMM 2018 · 2 hún verður uppvís að fölsunum á sögu og persónuleika móður sinnar: „Er þér svona annt um að móðir þín hljóti einhvers konar náðun fólksins? Skilurðu ekki að fólki er andskotans sama um Sirrí sem móður? Hún er lista- maður af guðs náð, brautryðjandi og ein- stök og fólk er að koma til að fagna því, ekki til að rifja upp gamalt fjölskyldu- drama sem á sér stað inni á öðru hverju heimili landsins.“ (234) Sú mynd sem birtist af Sirrí í gegnum bréf hennar staðfestir í raun að flestu leyti þá mynd sem þegar hefur verið gefin en sýnir jafnframt sálarstríð lista- konunnar. Þótt hún eigi þess kost „að verða hinn borgaralegi listamaður sem Ísland virðist hampa“ þá óttast hún þá stöðu. Hún vill umfram allt varðveita „bóhemið“ og staðhæfir að allir viti „að um leið og listin er framleidd í návígi við allt þetta staðgóða fjölskylduum- stang þá líður hún fyrir það. Ég er að verða ein af þeim. Mamman ásækir mig og listakonan er að deyja“ (122). Sirrí er sannfærð um að það fari ekki saman að skapa list og sjá um fjölskyldu, hún upp- hefur listina og telur val sitt í raun snú- ast um líf og dauða: „ef ég vel ekki list- ina get ég allt eins dáið.“ (130) Hún þarf að sinna listsköpun til að beisla tilfinn- ingar sínar og hræðist að týnast „undir mörgum lögum af húsbúnaði, þvotti, bleyjum …“ (130). Í einu sendibréfanna lýsir Sirrí lista- verki sem hún er með í smíðum og „fjallar einmitt um móðurina, nánar til- tekið um móðurlífið“ (150). Hún lýsir því nánar og segir það fjalla um móður- lífið „á mjög líkamlegan og dýrslegan hátt – móðurlífið sem þröngt og þrúg- andi svarthol, blóðuga og slímuga hvelf- ingu. Sem hýði dýrs sem ummyndast og klekst út. En líka um móðurlífið sem vélknúinn kyndiklefa eða ofn sem púl- serar og um fara bylgjur og straumar“ (150). Það er þessi mynd af móðurlífinu – sem er í senn leg og móðurhlutverk – sem Kamilla á erfitt með að sætta sig við að fari fyrir sjónir almennings á fyrir- hugaðri listsýningu og áræðir því að hagræða sannleikanum. En spyrja má hvort falsanir Kamillu séu ekki um leið gríðarleg svik við móðurina og lífsvið- horf hennar. Kamilla leitast við að umbreyta hinni uppreisnargjörnu lista- konu í elskandi móður: hún klæðir hana úr „bóheminu“ og aðlagar að því borg- aralega siðgæði sem móðirin fyrirleit. Um leið endurskapar Kamilla móðurina í sinni mynd, því sjálf er hún holdgerv- ingur hins borgaralega listamanns sem móðirin hafnaði; dóttirin hefur fætt móðurina í nýrri mynd sem fjölskyld- unni hugnast. Blönduð tækni Undirtitill bókarinnar, blönduð tækni, er vel til fundinn og hefur margræða merkingu. Blandaðri tækni er oft beitt í myndlist þar sem mismunandi efni og aðferðir eru notuð við myndsköpun. Yrsa Þöll beitir einnig blandaðri tækni við byggingu sögunnar, þriðju persónu frásögnin er fleyguð með dagbókarbrot- um, sendibréfum, blaðaviðtölum, ritgerð og ræðum sem smám saman byggja upp heildarmyndina. Þá marka mismunandi leturgerðir víða skil frásagnaraðferð- anna. Og heildartitilinn, Móðurlífið, blönduð tækni, nær einnig að miðla þeirri hugsun að það að vera móðir og það að ala upp börn krefst blandaðrar tækni sem fólk hefur misvel á valdi sínu. Móðurlífið er önnur skáldsaga Yrsu Þallar og ljóst er að hún hefur náð miklu betri tökum á frásagnartækni og sögu- fléttu en í fyrstu skáldsögunni Tregðu- lögmálinu sem kom út 2010. Sú frum- raun var þó áhugaverð að mörgu leyti, ekki síst vegna þess hversu einarðlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.