Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 127
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 127 ömmu hennar og tilheyra Elínu. Þetta eru þrír kassar sem geyma minjar úr fortíð hennar, einn merktur „Elín, papp- írar“, annar „Elín, bækur“ og sá þriðji „Elín, ýmislegt“. Við flutninga raðar maður lífi sínu niður í kassa og góðar merkingar verða afskaplega mikilvægar – eldhús, snyrtivörur, bækur, föt, glös og bollar geta alltaf farið í sérmerkta kassa. En af einhverri ástæðu eru alltaf kassar eftir sem ómögulegt er að merkja öðru- vísi en „ýmislegt“. Í þeim felst allt það aukadót sem fylgir því að vera mann- eskja en er ekki hægt að flokka, þetta er ekki neitt sérstakt, þetta er alls konar. Kannski er efnislega samantekt á lífi okkar að finna í kössunum sem merktir eru „ýmislegt“. Það segir því meira en mörg orð að Elín vill ekki opna þessa kassa, ekki skoða í þá. Hún ætlar fyrst að farga þeim strax en á erfitt með það. Síðar kemur fölleitur maður og sækir þá en eftir verður lítill hlutur – væntanlega úr „ýmislegt“ kassanum. Lítill glerhestur sem fyllir Elínu slíkum hryllingi að hún nánast lamast. Þá vaknar hin erfiða spurning – hvernig getur maður tortímt hlut sem er svona hræðilegur? Hann er í raun of skelfilegur til að hægt sé að eyða honum á nokkurn rökrænan máta. Elín getur ekki hugsað sér að sturta honum niður klósettið, hann gæti fest og væri þá alltaf í húsinu, ekki setja hann í end- urvinnslu, þá myndi hún sífellt tor- tryggja allt úr gleri, það gæti verið efnis- lega frá hestinum komið, ekki henda honum í sjóinn, þá gæti hann marað einhvers staðar í kafi í seilingarfjarlægð osfrv. Að lokum finnur hún þó lausn á þessum vanda sem kallar fram hug- myndir síðustu ára og metoo byltingar- innar um að skila skömminni. Glerhesturinn er kannski skýrasta en ekki eina dæmið um yfirfærslu tilfinn- inga yfir á hluti og stundum renna jafn- vel hlutir og tilfinningar eða hlutir og manneskjur saman. Húsið sjálft sem Elín býr í endurbyggði hún spýtu fyrir spýtu, flís fyrir flís og það er órjúfanleg- ur hluti af henni. Það er því táknrænt þegar hún man ekki lengur hver býr á efstu hæðinni og er búin að bera alla vinnuna úr kjallaranum upp í stofu. Sjálf talar Elín í upphafi um að bókin sé „[b]ara tilraun til að tengja tákn sem bárust í vöku og draumi.“ (Bls. 7) Frá upphafi er þetta gert til að festa hönd á martraðarkenndum veruleika sem skreppur í sífellu undan. Í verkum Kristínar er iðulega að finna þennan sérkennilega tón, tilfinningu um yfirvofandi eða undirliggjandi óhugnað. Hryllingur martraðarinnar er rétt utan seilingar, stundum róar hún lesandann með því að gangast draumn- um á hönd en næstu andrá fylgir hinn skelfilegi sannleikur um að þetta sé raunveruleikinn. Heimur hennar rúmar þó alltaf kímni, gjarnan sprottna úr hversdagsleikanum: „Á heimleiðinni skall myrkrið á borginni. Ég hlustaði á útvarpsfréttir. Lögreglan lýsti eftir föl- leitum manni í úlpu með hanska. Þetta var í byrjun febrúar og ég velti fyrir mér hver væri ekki fölleitur í úlpu með hanska.“ (Bls. 11) Persónur hennar eru sömuleiðis óþægilegar og óhugnanlegar, stundum jafnvel illgjarnar. En áður en hægt er að afgreiða þær sem hentugt fjarlæga illvirkja er lesandanum sýnt inn í kviku þeirra þar sem mennskan er svo mikil að óhjákvæmilegt er að les- andinn skynji skyldleika sinn með þeim. Persónur Kristínar berjast gjarnan við að sýnast „venjulegar“, reyna að halda uppi samræðum, klæða sig, vinna, kaupa í matinn – hversdagurinn er þeim þolraun því sá stóri hluti mennskunnar sem snýr að mannlegum samskiptum er skaddaður, jafnvel skemmdur. Í aðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.