Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 140
U m s a g n i r u m b æ k u r 140 TMM 2018 · 2 óteljandi tækifæra að sagt er – en líka óðabreytinga þannig að ómögulegt er að velja eitthvað eitt að leggja fyrir sig í líf- inu, einn draum og/eða markmið og heimskulegt jafnvel að elta ólar við slíkt. Miklu fremur gildir að vera stöðugt reiðubúinn að taka nýjum áskorunum og helst gerbreyta lífi sínu reglulega. Um þetta vitna fjölmiðlar dag hvern. Að sama skapi er titill þessarar fyrstu skáldsögu Friðgeirs Einarssonar afar viðeigandi vísun til þess hlutverks hvers og eins að vera formaður í sínu eigin lífs húsfélagi, leggja fram tillögur og fylgja eftir samþykktum. En hvað er „eigið líf“, hver er raunveruleikinn, hin eigin- lega tilvera, úr hverju verður hún til og hvernig birtist hún? Í upphafi fáum við fátt að vita um unga manninn, í raun ekki einu sinni hvort hann er ungur. Tilvera hans virðist standa á einhvers konar núllpunkti og hann þarfnast næðis til að koma aftur undir sig fótunum. Hann er að ná sér eftir sambandsslit, „ … það eru níu dagar og fjórir mánuðir síðan ég hef talað við K“ (5). Nú er hann fluttur inn í íbúð systur sinnar með húsbúnaði og smámunum sem eru hluti af tilveru ein- hvers annars. Systirin er flutt til Noregs. Smám saman setur hann þó sitt mark á umhverfið, raðar sínum eigin bókum í hillur, setur hluti í skápa og byrjar að reykja aftur til að svalir íbúðarinnar fái tilgang. Í fjölbýlishúsum fylgir allt rök- réttum og hagnýtum ferlum, að því er virðist sjálfvirkt. Fljótlega eftir að ungi maðurinn flytur inn hverfur þannig nafn systurinnar af lista íbúa hússins og nafn hans sjálfs kemur í staðinn. Les- andinn fær þó aldrei að vita hvað ungi maðurinn heitir. Hrynjandi hússins og hljóðin í dag- legu lífi íbúa þess verða unga mannin- um smám saman kunnugleg og lesand- inn kynnist honum líka. Hann þarf að finna sér vinnu, móðir hans minnir hann á mikilvægi þess að skrifa ferilskrá og hvað það sé gott að vera með tengsla- net. Ungi maðurinn er ekki með slíkt net, hann er staddur í „viðsjárverðu einskismannslandi“ með fólki sem „engan veginn er skýrt hvort þekkist eða þekkist ekki“ (30). Hann er með öðrum orðum staddur í eins konar stigagangi í lífi sínu sem fær samsömun með stigagangi fjölbýlishússins í frá- sögninni. Í fjölbýlishúsi þurfa íbúarnir að falla undir einn nefnara, sérviska er óæski- leg, einsleitni af hinu góða sem endur- speglast í húsunum sjálfum. Sjaldan er ein blokk stök. Þetta reynir söguhetjan strax fyrsta kvöld sitt í húsinu þegar hún bregður sér í nærliggjandi verslun og gerir á heimleiðinni tilraun til að opna með lykli tvennar útidyr áður en lykill- inn lýkur loks upp þeim réttu. Dyrnar eru allar eins, anddyrin öll eins í rökkr- inu, húsin sjálf líka sem og íbúarnir sem verða hluti af húsinu: „Á köflum líður mér eins og himnan milli mín og bygg- ingarinnar hafi rofnað í atganginum, hugsanir mínar runnið saman við vegg- ina, húsgögnin, rykið í loftinu og kaffið í bollanum, eins og þegar egg eru pískuð saman í skál. Allt rennur saman í einn graut“ (40). Höfundur hefur greinilega reynslu af lífi í fjölbýlishúsi þar sem sumt breytist aldrei eins og t.d. að íbúarnir komi hlut- um og húsgögnum tímabundið fyrir í sameigninni en gleymi síðan. Þetta dót verður hluti af húsinu en vitnar líka um einhverja sögu sem truflar þá sem eru ekki hluti af sögunni. Svo eru alltaf ein- hverjir sem ekki skipta um ruslatunnur undir sorprennunni, að ekki sé talað um að skipta um ljósaperu af sjálfsdáðum. Friðgeir notar gjarnan upptalningar, runur til að skapa umhverfi og aðstæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.