Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 69
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 69 glerinu, aftur og aftur“ – „load more, load more“ – undirgefinn þeim kerfis- bundna vanagangi að „sjá meira og meira, læka allt, gefa sig á vald kærleik- anum og samþykkinu“: Á Facebook var Arnold Schwarzenegger nýbúinn að setja inn mynd af sjálfum sér að klappa ljóni. Ég lækaði hana. Næst lækaði ég komment sem sæt stelpa hafði póstað. Ég lækaði tilkynningu um að vinur minn ætlaði á Radiohead-tónleika og eitthvað um einhverja myndlistarsýningu. Ég skrollaði neðar og lækaði grein um mikilvægi kynjakvóta í stjórn KSÍ. Ég lækaði góðar sjö, átta selfí-myndir. Ég lækaði Michelin- úrsmiði, íþróttaskóla Víkings, Bláa Lónið og grín um Framsóknarflokkinn. (Bls. 136) Frásögnin einkennist af stöðugri viðveru tækjanna í lífi manneskjunnar – eða öllu heldur: stöðugri viðveru manneskjunnar í og með tækjunum – sem fléttast inn í söguna, nákvæmt en áreynslulaust, án þess að of mikið sé gert úr henni: hún er einfaldlega sjálfgefin. Framvindan brotnar í sífellu upp sökum tilkynninga um mest lesnu fréttirnar hverju sinni („Gurrý og Loftur selja hæðina.“ „Fæddist með tvö höfuð.“ „Sá górillur í draumafríinu.“ „Suðu kynfæri nauðgarans.“ „Skaut börnin og ók fram af hengiflugi.“) og annarra samhengisskertra tægja úr þeirri hnattrænu upplýsingaábreiðu sem vefst utan um líf hins sítengda – og kristallast til að mynda í því þegar Arn- mundur fær „tilkynningu frá Facebook þess efnis að Alice, Lundúnamær sem ég gisti einu sinni hjá á berstrípaðri rúmdýnu, hefði ekki verið myrt af hryðjuverkamönnum í dag.“ Í þessari samhengisleystu þoku skipta þættir á borð við þjóðerni stöðugt minna máli – í það minnsta í hugum þeirra sem mæta landamærum ekki sem áþreifanlegum hindrunum – og hafa þar af leiðandi dvínandi samþjöppunarburði, en eru ekki leystir af hólmi af háleitum pólitískum hugmyndum, heldur miklu fremur sálrænum doða þess sem hefur tileinkað sér að samsama sig vörumerkjum. „Hafði íslenski fáninn meiri áhrif á innra líf mitt,“ spyr Arnmundur, „en sjálfvirkur tölvupóstur frá EasyJet eða Apple-vörukynning í beinni?“ Samtíminn upptendrast kapítalísku raunsæi og veröldina skortir skerpu. Fjármagn frjóvgar allan jarðveg í svo gott sem frjálsri lykkju – að því er virðist sjálfbæru hringatferli – ekki aðeins þvert á hin móðukenndu landa- mæri, heldur á milli fyrirtækja og fólks líkt og um verur af sömu líftegund sé að ræða; fram og aftur, eins og milli handa og fóta eins og sama líkamans. Réttindabarátta verður eins og hvert annað vörumerki, aktívismi er stund- aður á skemmtistöðum þar sem hægt er að „djammreykja og kaupa nokkra bjóra og skot til styrktar göfugu málefni“, vart sér mun á hlaupaskókaupum og stuðningi við flóttamenn eða frjálsa Palestínu, snyrtivöruframleiðendur ýta úr vör pólitískum og siðferðislegum vitundarvakningarátökum, jafnt lággjaldaflugfélög sem einkarekin öryggisfangelsi bjóða upp á alhliða vegan valkosti, ungir og óhallærislegir vinstrisinnar auglýsa nýjustu smáforrit bankanna og kantolíuböðuð tilboð alþjóðlegra pítsukeðja – fyrirtækja sem sín á milli eiga í óþvinguðum skoðanaskiptum á samfélagsmiðlum:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.