Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 105
TMM 2018 · 2 105 S ó l o n I s l a n d u s – h e t j u s a g a ? læg og skýrt tekið fram að listhneigð hafi verið honum í blóð borin. Aldar- farið hafi hins vegar reynt að innræta drengnum viðmið sín, hörkuna, til- finningaleysið og undanbragðalausa baráttu fyrir lifibrauðinu, og í samræmi við það hafi fullorðna fólkið ósjálfrátt reynt að uppræta sköpunarhvöt hans: Hann fær stranga áminningu. En þegar það kemur að engu liði, þegar hugur og hönd leita aftur og aftur til þess sama, þá er hann hýddur, og kubbarnir, sem hann krotaði á bókstafina, teknir og settir á eldinn […]. Hann er neyddur til þess að horfa á tortíminguna […]. [V]erk hans orðin að ösku. Hann er sjálfur breyttur og lífið og mennirnir eru líka breytt; í fari mannanna er eitthvað, sem hann hefir fulla ástæðu til að vara sig á og óttast.12 Gengið er út frá því að þekkingarþrá sé honum náttúruleg en þjóðfélagið hafi reynt að temja það eðli hans og koma honum í skilning um að hún sé einskis verð. Elínborg skautar heldur létt yfir glæpaferil Sölva og þykja efnin sem hann er dæmdur fyrir léttvæg og lýsandi fyrir harðneskjulegt umhverfi fortíðar. Hjá henni er hann sannur listamaður, alkemisti sem skapar hið æðsta úr engu. En fólkið skilur ekki hve mikilsverðir hæfileikarnir eru, sér ekki hvílík meistarastykki það eru sem hann mótar og leggur sig fram við að eyða því eina sem hefur raunverulegt gildi í veröldinni, listinni: „[Listin] er ofurseld í hendur þeim, sem ekki þekkja gull frá grjóti.“13 Meðferð Elínborgar á persónu Sölva í Soloni Sokratesi, og almennt í Förumönnum, fer saman við áhuga sem skáld og rithöfundar á fyrri hluta aldarinnar sýndu einstæðingum sem fóru eigin leiðir í lífinu og víðar er unnt að sjá dæmi um, svo sem í ljóðum Stefáns Sigurðssonar frá Hvítadal (1887–1933). Má þar greina útleggingu á hugmyndinni um „hinn misskilda snilling“, sem mótuð var í kringum kenningar þýska heimspekingsins Fried- richs Nietzsches (1844–1900) um ofurmennið, en um aldamótin var hún fyrirferðarmikil í þeirri nýrómantísku bylgju sem þá einkenndi norrænan skáldskap, eins og Guðni Elísson bókmenntafræðingur hefur fjallað um. Hin nýrómantíska skáldímynd fólst í andhetjunni, snillingnum sem reis upp gegn oki hinnar stöðnuðu hefðar, sleit sig frá fávísum meirihlutanum sem stóð honum langt að baki að vitsmunum og hæfileikum, fór einförum og lét sig dreyma um nýja og bætta tilveru.14 Í bók Elínborgar er þetta sú ásýnd sem dregin er upp af Sölva og hún fléttuð saman við ríkjandi söguskoðun upp úr aldamótunum 1900 þess efnis að á síðastliðnum öldum hefði íslenskt samfélag einkennst af stöðnun og þjóðin verið undirokuð og bæld, einkum fyrir tilstilli erlends valds. Hér hafi ríkt langt samfellt niðurlægingarskeið sem ekki hafi séð fyrir endann á fyrr en með stjórnarskránni 1874 þegar landsmenn fengu vísi að auknu sjálfsfor- ræði.15 Í slíku ástandi hafi enginn díonýsískur sköpunarþróttur, eins og Sölvi hafi verið uppfullur af, rúmast heldur hafi hin apolloníska kyrrstaða gegn- sýrt allt og allri listhneigð afdráttarlaust verið hafnað.16 Á ritunartíma Föru- manna og Sólons Islandusar voru sjónarmið í þessum anda gegnumgangandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.