Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 9
Halldór Guðmundsson
Halldór í Hollywood
Kvikmyndahandritið „Salka Valka“ birt ífyrsta sinn
Halldór Laxness ætlaði sér nánast frá blautu barnsbeini að verða rithöf-
undur, og var sískrifandi unglingur sem kunnugt er. En hann fékk líka
bíóbakteríuna snemma og er ekki orðinn tvítugur þegar hann tekur
fyrstu atrennu sína að kvikmyndahandriti. Þetta kemur fram í bréfi sem
hann skrifaði í Leipzig 26. mars 1922 til Kristínar Pjetursdóttur Thurn-
wald, systur Helga Pjeturss, en hún bjó í Þýskalandi og var kunnug Hall-
dóri. Þar segir: „Annars er það af mér að segja merkast að ég er að skrifa
filmleik á ensku, - er það eitt af því sem á að erobrera heiminn.“'
Það er eins víst að hann hafi haft þennan „filmleik“ með sér þegar
hann hélt til Bandaríkjanna í maí þetta sama ár, en honum mistókst að
sigra heiminn það sinnið, var snúið við á Ellis Island af því innflytjenda-
eftirlitinu leist ekki meira en svo á þennan félitla pilt.
En fimm árum síðar er Halldór - klausturdvöl og nokkrum bókum
ríkari - aftur lagður af stað vestur um haf, og enn stendur hugur hans til
kvikmynda. Hann dvelst að vísu fyrst í byggðum Vestur-íslendinga, en
bíómyndirnar eru byrjaðar að gerjast í huga hans, einsog fram kemur í
bréfi til vinar hans Erlendar í Unuhúsi 20. júlí 1927: „Ég fann hjá mér al-
veg óstjórnlega köllun til að fara til Hollywood og semja 10 kvikmyndir.
Ég er sannfærður um að ekkert liggur eins fyrir mér eins og kvikmynd-
in. Ég hef ekki auga fyrir neinu eins og því kvikmyndalega.“2.
Um haustið heldur Halldór af stað til Los Angeles, og hefur augastað
á Hollywood. Hann fær sér umboðsmann, tekur þátt í samkvæmislífmu
og kemst í kynni við fólk sem tengist kvikmyndaiðnaðinum. Hann skrif-
ar vinstúlku sinni, Ingibjörgu Einarsdóttir, strax um haustið: „Film-lífið
hér er stórkostlega interestíng og ég hef bestu vonir um að komast inn í
það, óðar en ég hef tilbúið eitthvað af verkum á ensku. Lífið hér í Holly-
wood er alveg drepskemtilegt á kvöldin.“3
Eitt var að komast inn í samkvæmislífið, annað var að skrifa eitthvað
sem hentugt væri til kvikmyndunar. Þetta er Halldóri mæta vel ljóst, og í
TMM 2004 • 1
7