Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 9
Halldór Guðmundsson Halldór í Hollywood Kvikmyndahandritið „Salka Valka“ birt ífyrsta sinn Halldór Laxness ætlaði sér nánast frá blautu barnsbeini að verða rithöf- undur, og var sískrifandi unglingur sem kunnugt er. En hann fékk líka bíóbakteríuna snemma og er ekki orðinn tvítugur þegar hann tekur fyrstu atrennu sína að kvikmyndahandriti. Þetta kemur fram í bréfi sem hann skrifaði í Leipzig 26. mars 1922 til Kristínar Pjetursdóttur Thurn- wald, systur Helga Pjeturss, en hún bjó í Þýskalandi og var kunnug Hall- dóri. Þar segir: „Annars er það af mér að segja merkast að ég er að skrifa filmleik á ensku, - er það eitt af því sem á að erobrera heiminn.“' Það er eins víst að hann hafi haft þennan „filmleik“ með sér þegar hann hélt til Bandaríkjanna í maí þetta sama ár, en honum mistókst að sigra heiminn það sinnið, var snúið við á Ellis Island af því innflytjenda- eftirlitinu leist ekki meira en svo á þennan félitla pilt. En fimm árum síðar er Halldór - klausturdvöl og nokkrum bókum ríkari - aftur lagður af stað vestur um haf, og enn stendur hugur hans til kvikmynda. Hann dvelst að vísu fyrst í byggðum Vestur-íslendinga, en bíómyndirnar eru byrjaðar að gerjast í huga hans, einsog fram kemur í bréfi til vinar hans Erlendar í Unuhúsi 20. júlí 1927: „Ég fann hjá mér al- veg óstjórnlega köllun til að fara til Hollywood og semja 10 kvikmyndir. Ég er sannfærður um að ekkert liggur eins fyrir mér eins og kvikmynd- in. Ég hef ekki auga fyrir neinu eins og því kvikmyndalega.“2. Um haustið heldur Halldór af stað til Los Angeles, og hefur augastað á Hollywood. Hann fær sér umboðsmann, tekur þátt í samkvæmislífmu og kemst í kynni við fólk sem tengist kvikmyndaiðnaðinum. Hann skrif- ar vinstúlku sinni, Ingibjörgu Einarsdóttir, strax um haustið: „Film-lífið hér er stórkostlega interestíng og ég hef bestu vonir um að komast inn í það, óðar en ég hef tilbúið eitthvað af verkum á ensku. Lífið hér í Holly- wood er alveg drepskemtilegt á kvöldin.“3 Eitt var að komast inn í samkvæmislífið, annað var að skrifa eitthvað sem hentugt væri til kvikmyndunar. Þetta er Halldóri mæta vel ljóst, og í TMM 2004 • 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.