Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 21
Drög að kvikmyndahandriti ... Eitt kvöld ákveður Salka Valka að losna undan örlögum kvenna. Hún dregur fram gamlar síðbuxur, gerir við götin og fer í þær, stýfir sína ljósu lokka. Daginn eftir birt- ist hún á leikvellinum klædd eins og strákur. Það er skopast meira að henni en nokkru sinni fyrr. En hún hefur tekið ófrávíkjanlega ákvörðun íyrir lífstíð og skorar á strákana að slást við sig. Hún lúskrar á þeim, hverjum á fætur öðrum, og skilur þá eftir liggjandi á jörðinni grenjandi. Það er bara einn strákur sem hún ræður ekki við: Arnold, sonur fátæks ekkils. Þau halda áfram að slást eins og ung dýr þangað til föt þeirra eru rifin í tætlur. Þau standa organdi af heift hvort gegn öðru. Þá gerir Arnold lokaatlögu að henni og hefur hana undir. Hann er harðhentur við hana. Um kvöldið iðrast drengurinn. Hann tínir saman allt sitt fátæklega dót, þar á meðal nisti móður sinnar heitinnar með smámynd af honum sjálfum á barnsaldri, fer yfir til Sölku Völku og færir henni allar eigur sínar að gjöf. (Hér er tækifæri til að sýna vönduð tilþrif.) Móðir Sölku Völku deyr af völdum þrældóms og illrar meðferðar og stjúpfaðir- inn yfirgefur barnið. Munaðarleysinginn Saíka Valka. Eina fallega húsið í þorpinu á gamall, hörkulegur en hjartagóður fiskkaupmaður sem kemur á hverri vertíð, stundum ásamt konu sinni og ungum syni, Angantý, og dvelur á staðnum í fáeinar vikur í viðskiptaerindum. Þegar þau frétta um munaðar- leysingjann ákveða þau að taka Sölku Völku til sín og ættleiða hana. Frúin kaupir fal- legan kjól handa henni og lofar að fara með hana til borgarinnar og gera úr henni fína dömu. Allt í þessu húsi er Sölku Völku sem fagur draumur. Einkennilegt samtal Sölku Völku og hins fágaða sonar fiskkaupmannsins, Angantýs. En fyrsta kvöldið í húsinu heyrir Salka Valka af tilviljun heiftarlegt rifrildi milli gömlu hjónanna sem lýkur með því að eiginmaðurinn slær konu sína með inniskó. Um nóttina, þegar húsið er í fasta svefni, grefur Salka Valka upp gömlu dulurnar sín- ar úr ruslakassanum, fer úr fallega kjólnum og strýkur í ljótu síðbuxunum sínum. Næsta morgun birtist hún á bryggjunni þar sem sjómennirnir landa afla sínum, við vinnu. Þegar hún eldist ræður hún sig á báta og rær til fiskjar eins og hver annar sjómað- ur. Hún er svo óhemjuhugrökk og dugleg að allir formennirnir í plássinu kjósa hana helst. Eftir fáein ár eignast hún sjálf bát og bátshöfn. Hún fær fljótlega orð á sig fyr- ir að vera gleggsti formaðurinn í plássinu og heppnasti ofurhuginn af öllum sjó- mönnunum. Hún er virt eða dáð af sumum, aðrir óttast hana af því það er vitað mál að hún getur ráðið við hvaða karlmann sem er í þorpinu. í hvert skipti sem henni er andmælt beitir hún sterkum hnefum sínum. Arnold. Þegar Arnold vex úr grasi koma í ljós í eðli hans þjóðlegir íslenskir veikleikar fyrir hestum, skáldskap og konum. Hann reynir sig sem formaður á bát en allt gengur á afturfótunum fyrir honum og hann verður að gefast upp. TMM 2004 • 1 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.