Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 24
Halldór Killian Laxness Morguninn eftir óveðrið. Lítið gufuknúið flutningaskip, þakið ísingu, úti á opnu hafi. Skipstjórinn. Eigandi skipsins Angantýr, ungi fiskkaupmaðurinn. Hann er á leið umhverfis landið til að kaupa fisk hvar sem hann er að fá. Gegnum sjónauka sinn kemur skipstjórinn auga á dökkan díl sem hreyfist úti við sjóndeildarhringinn. Þeir horfa á hann og velta honum fyrir sér. Loks gefur skipstjórinn skipun um breytta stefnu. Á skeri sem flæð- ir yfir á háflóði birtist Salka Valka í hálfu kafi og heldur dauðahaldi í ár sem stendur upp á endann með blaktandi klæðisbút. Hún hefur misst meðvitund. Hún rankar við sér í fögru herbergi í húsi fiskkaupmannsins þar sem hún var einu sinni sem lítil stúlka. Endir. Angantýr biður hennar. Enn á hún val milli gömlu síðbuxnanna og stöðu drottningar. Sögusmettur í þorpinu segja að konan í síðbuxunum ætli að giftast unga, auðuga kaupmanninum. En um nóttina flýr Salka Valka út um sama glugga og hún strauk út um einu sinni. Hún gengur að kofa Arnolds og vekur gamlan föður hans. Hún spyr um hrossin. Gamli maðurinn segir henni að það séu ósköp að sjá hestana vegna þess að hann neyðist til að spara við þá heyið. Hún segir: „Ég kem með allt það hey sem þeir þurfa á morgun.“ Hún fer út í hesthús og gefur hestunum ótæpilega af fátæklegum birgðunum. Hún faðmar þá af ástríðu. Síðan fer hún aftur inn í kofann og hellir upp á kaffi fyrir gamla manninn. Hann er hissa á þessu og hefur orð á því að samkvæmt sögusögn- um ætli hún að giftast unga fiskkaupmanninum. Hún lætur sem hún heyri ekki til hans og er eins og heima hjá sér. Hún hefur hönd á eigum Arnolds eins og hún ætti þær sjálf. Full fagnaðar les hún barnalegan skáldskap hans sem er skrifaður stórkarlalegri rithendi og fullur af stafsetningarvill- um. Hún rífur í tætlur stillt og ákveðin nokkrar myndir af stúlkum sem hún finnur í skúffum hans. Þá kemur hún auga á fögru íslensku svipuna hans á veggnum. Hún tekur hana niður, snýr sér að gamla manninum og segir: „Hvað ég ætla að gera? Ég ætla að vera í þessu húsi þangað til eigandi þess kemur og rekur mig út með þessari svipu.“ Hún strýkur úr tvöföldum leðurólum svipunnar og kyssir hana með allri munúð og viðkvæmni hins frumstæða manns. (Enski textinn er settur eftir vélrituðu handriti Halldórs Laxness og aðeins leiðréttar örfáar augljós- ar ásláttarvillur. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi textann og hafði stuðning af þýðingu Helga J. Halldórs- sonar á Húsi skáldsins eftir Peter Hallberg (fýrra bindi, Mál og menning 1970, bls. 55-59) þar sem sagt er frá þessu handriti.) 22 TMM 2004 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.