Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 29
EKKI SKRIFSTOFUMAÐUR I LISTINNI
leikhúsinu öll þessi ár. Ef maður er með opið fyrir viðtækið þá lærir mað-
ur heilmikið um leikstjórn af því að vinna með góðum leikstjórum - og
slæmum ekki síður.
Leikarar eru afar mismunandi. Sumum finnst best að láta segja sér ná-
kvæmlega fyrir verkum, hvar þeir eigi að standa og hvað þeir eigi að gera.
Ég hef hins vegar alltaf haft þörf fyrir að koma með mitt inpút, og því
betri sem leikstjórinn er því meiri innblástur verður hann manni og því
meira vill maður leggja fram sjálfur. Ég er ekki að segja að önnur gerðin
sé betri en hin en oft finnst mér leikarar heldur passívir, eins og hálfgerð-
ir skrifstofumenn í listinni, með fullri virðingu fyrir skrifstofumönnum.
Ég er alla vega þakklátur fyrir að vera leikari eins og ég er vegna þess að
það hefur leitt mig út í leikstjórnina. í dag er ég mjög þakklátur leikandi
leikstjóri.“
Ekki bara fyrir eyrun
Nú hefurðu sett upp fjórar sýningar í atvinnuleikhúsum, afar ólíkar inn-
byrðis. Það er alls ekki eins og sami maðurinn hafi sett þær upp.
„Ja, ólík verk kalla á ólíkan stíl og ólíkar vinnuaðferðir. Það á kannski
eftir að koma betur á daginn hvort ég hafi ákveðinn stíl sem leikstjóri, en
ég hef forðast svoleiðis hugsunarhátt. Ég forðast skúffur. Það hefði verið
fáránlegt að setja Sporvagninn upp í sama stíl og Kvetch. Ég kynntist
verkum Berkoffs í London og sá hann sjálfan á sviði. Ég skynjaði vel kraft
hans og stíl og það hafði áhrif á vinnuaðferðirnar sem ég beitti í Kvetch,
án þess að ég væri að stæla hann. Öll hans verk kalla á rosalega orku og
hraða. Hann er eins og vélbyssa, maðurinn, enda er hann ekki allra. Hann
er ekki fastur passi í efnisskrá leikhúsa og er frekar utan alfaraleiðar - og
þetta var í fyrsta skipti sem hann var settur upp hér á landi. í handritinu
voru engar leiðbeiningar um uppsetningu og ég hafði aldrei séð þetta
verk á sviði svo við leituðum bara, þreifuðum á verkinu. Ég var auðvitað
með einvala lið með mér, stórkostlega listamenn, sem skiptir öllu máli.
Ég vil absolútt hafa leikara sem fóðra mig alveg eins og ég þá. Ég er ekki
fyrir aðferðina „directing by numbers“, að nota leikara eins og taflmenn,
mér finnst það ólistrænt og leiðinlegt. Ég vann líka með Snorra Lrey í
leikmyndinni, Sigurði Kaiser í ljósunum og Jóni Halli í tónlistinni, og all-
ir þessir þættir spiluðu vel saman að þessari útkomu. Eins má segja um
Sporvagninn.
Ég legg mikla áherslu á að leikhús sé ekki bara fyrir eyrun eins og mér
finnst stundum lögð of mikil áhersla á í gagnrýni, hún vill verða of bók-
menntaleg. Sumir gagnrýnendur virðast ekki hafa skilning á hvað leikhús
TMM 2004 • 1
27