Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 31
EKKI SKRIFSTOFUMAÐUR I LISTINNI
í verkinu. Blanche er manneskja af því tagi sem leitar skjóls í hverjum
faðminum á fætur öðrum til að fá staðfestingu á því að hún sé einhvers
virði, það er hennar fíkn, og hún mátar sig vissulega við Stanley. Stanley
talar um það hvernig hann notar konur - hann notar þær eins og gólf-
tuskur. Notar þær og hendir þeim og er andskotans sama hvað þær hafa
að segja. í Stellu er hann kominn með sína gólftusku til eignar, svo kem-
ur Blanche inn í það samband og hann þarf að verja sitt svæði eins og við
þekkjum úr dýraríkinu. En krafan um mjúkan sandpappír í Stanley styðst
ekki endilega við verkið. Þetta er fyrst og fremst ofbeldissamband og
ástæðulaust að fegra það sérstaklega og breyta nauðgun í einhvern erót-
ískan sadó-masókisma. Brando var auðvitað afar kynþokkafullur, en hann
sagði sjálfur í endurminningum sínum að Jessica Tandy hefði verið svo
hátt stillt í hlutverki Blanche í sviðsuppfærslunni að hann hefði fengið
meiri samúð en hann átti skilið að fá. En hann hafði rosalegan sjarma. Það
hefur Björn Ingi líka þó að hann sé öðruvísi, en ég keyri bara aðra leið þó
að ég vinni með sömu þætti í verkinu. Ég ýki þá, geri þá gróteskari, til þess
að þetta verk segi okkur það sem mér finnst það vilja segja.“
Sem er hvað?
„Sem er hversu langt við göngum í vonlausri valdabaráttu, bæði sem
kynverur og inni á heimilunum. Verkið hefur beinar þjóðfélagslegar skír-
skotanir. Blanche er fulltrúi fortíðarinnar sem er að verða undir, eins og
ég dreg skýrt fram. Hún kemur út úr fortíðinni næstum eins og út úr
tímavél og inn í þennan nútímahrylling. Svo er þetta barátta andans og
efnisins því Blanche getur líka verið fulltrúi listarinnar, draumsins, von-
arinnar - og einhverjir hafa kallað hana kynferðislega Jóhönnu af Örk.
Ég vildi draga upp skýra mynd án þess að draga úr því hvað verkið er
margslungið og vísar til margra átta. Brando er líka hættur að leika og
gagnslaust að biðja um hann upp á svið - enda orðinn mjög feitur og úr
sér genginn og gerir óhóflegar launakröfur, allavega einsog staðan er í
Borgarleikhúsinu núna - því miður fyrir Brando-aðdáendur!"
í þinni uppsetningu verður þetta þriggja manna verk í stað tvíleiks því
Stella verður miklu sterkari þegar hún skiptir meira málifyrir Stanley...
„Já, Stella er stríðsátakasvæðið milli Stanleys og Blanche og í bíó-
myndinni finnst mér hún full-litlaus. Mér finnst vera meira púður í þess-
ari píu en þar sést. Ég dreg líka fram alkóhólismann í verkinu sem mér
fínnst Tennessee hafa haft stórkostlegt innsæi í. Það er rosaleg neysla í
gangi á þessu heimili, ekki bara hjá Blanche. Stanley er fíkn Stellu, hann
er hennar dóp, og heimilið er eins og hvert annað partýpleis. Þarna eru
haldin pókerkvöld og allt lagt í rúst, það er ekki mín uppfinning, ég klæði
þau bara í nútímabúning.
TMM 2004 • 1
29