Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 43
Línudans kroppur, var þetta íþróttastelpan? Kallinn var auðþekktur á silfur- makkanum sem sindraði á í daufu skini götuljósanna sem barst innum hálfluktar gardínurnar. „Afi dóni,“ umlaði Jonni og flissaði í slefblautan barminn. Þau frusu í miðri sveiflu og litu í áttina til hans. Andlitin voru greinileg í týrunni að utan eitt augnablik eða tvö. Svo héldu þau áfram eins- og ekkert hefði ískorist. „Hey,“ kallaði hann, „Hey, hvað er í gangi?“ Hann fékk engin viðbrögð, það var einsog þau heyrðu ekki til hans. Hann kallaði affur, hærra, en þau létu einsog ekkert væri og héldu bara áfram og áfrarn og áfram... * * * Stefán lyfti grænu derinu þegar hann beygði inní botnlangann. Það vottaði hvergi fyrir gráum deginum ff amundan undir þungbúnum himninum en götuljósin vörpuðu bleikri birtu á þunna, merlandi snæhuluna á malbikinu og hjólför eftir tvo bíla blöstu við í skini framljósanna. Lögreglubílinn og sjúkrabílinn, hugsaði Stefán, aðrir höfðu ekki ekið hér um síðan snjórinn féll um þrjúleytið. Hann dró fram gemsann og hringdi í yfirmann tæknideildarinnar, skapstirð- an eilífðarhippa sem almennt gekk undir nafninu Hundurinn. Stef- án vissi af langri og biturri reynslu að eina leiðin til að komast á vettvang á undan honum var að hringja ekki í hann fyrren hann var sjálfur kominn á staðinn. Og stundum vildi hann virða fyrir sér að- komuna áður en Hundurinn og allt hans lið voru búin að fylla allt af tólum og tækjum og sjálfum sér. Bílljós leiftruðu í baksýnisspegl- inum um leið og hann nam staðar aftan við sjúkrabílinn. Katrín renndi í hlað nánast um leið og hann og lagði sínum bíl aftan við hans. Allt virtist með kyrrum kjörum. Hlýlegt ljós skein úr eldhús- glugga, snjór og grýlukerti á þakskegginu og hvergi köttur á kreiki. Hann steig útúr bílnum og leit í kringum sig. Marrið í þurrum snjónum undir fótum hans var það eina sem rauf þögnina. Næstu hús voru öll í fastasvefni, ýmist almyrkvuð eða með vinaleg útiljós við heimreið eða útidyr. Gamaldags jólasería logaði enn á einu þak- skeggi neðar í götunni, gul og rauð. Fyrir utan lögreglu- og sjúkra- bílinn, sem báðir létu lítið fyrir sér fara þar sem þeir stóðu ljóslaus- TMM 2004 • 1 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.