Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 43
Línudans
kroppur, var þetta íþróttastelpan? Kallinn var auðþekktur á silfur-
makkanum sem sindraði á í daufu skini götuljósanna sem barst
innum hálfluktar gardínurnar.
„Afi dóni,“ umlaði Jonni og flissaði í slefblautan barminn. Þau
frusu í miðri sveiflu og litu í áttina til hans. Andlitin voru greinileg
í týrunni að utan eitt augnablik eða tvö. Svo héldu þau áfram eins-
og ekkert hefði ískorist.
„Hey,“ kallaði hann, „Hey, hvað er í gangi?“ Hann fékk engin
viðbrögð, það var einsog þau heyrðu ekki til hans. Hann kallaði
affur, hærra, en þau létu einsog ekkert væri og héldu bara áfram og
áfrarn og áfram...
* * *
Stefán lyfti grænu derinu þegar hann beygði inní botnlangann. Það
vottaði hvergi fyrir gráum deginum ff amundan undir þungbúnum
himninum en götuljósin vörpuðu bleikri birtu á þunna, merlandi
snæhuluna á malbikinu og hjólför eftir tvo bíla blöstu við í skini
framljósanna. Lögreglubílinn og sjúkrabílinn, hugsaði Stefán, aðrir
höfðu ekki ekið hér um síðan snjórinn féll um þrjúleytið. Hann dró
fram gemsann og hringdi í yfirmann tæknideildarinnar, skapstirð-
an eilífðarhippa sem almennt gekk undir nafninu Hundurinn. Stef-
án vissi af langri og biturri reynslu að eina leiðin til að komast á
vettvang á undan honum var að hringja ekki í hann fyrren hann var
sjálfur kominn á staðinn. Og stundum vildi hann virða fyrir sér að-
komuna áður en Hundurinn og allt hans lið voru búin að fylla allt
af tólum og tækjum og sjálfum sér. Bílljós leiftruðu í baksýnisspegl-
inum um leið og hann nam staðar aftan við sjúkrabílinn. Katrín
renndi í hlað nánast um leið og hann og lagði sínum bíl aftan við
hans. Allt virtist með kyrrum kjörum. Hlýlegt ljós skein úr eldhús-
glugga, snjór og grýlukerti á þakskegginu og hvergi köttur á kreiki.
Hann steig útúr bílnum og leit í kringum sig. Marrið í þurrum
snjónum undir fótum hans var það eina sem rauf þögnina. Næstu
hús voru öll í fastasvefni, ýmist almyrkvuð eða með vinaleg útiljós
við heimreið eða útidyr. Gamaldags jólasería logaði enn á einu þak-
skeggi neðar í götunni, gul og rauð. Fyrir utan lögreglu- og sjúkra-
bílinn, sem báðir létu lítið fyrir sér fara þar sem þeir stóðu ljóslaus-
TMM 2004 • 1
41