Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 44
Ævar Örn Jósepsson ir við gangstéttina íyrir framan hann, var þetta einsog hver önnur íbúðagata í úthverfunum undir morgun í miðjum febrúar. Þráttíyr- ir ríflega þrjátíu ár í lögreglunni kom þetta alltaf aðeins í bakið á Stefáni. Honum fannst að í og við svona hús ætti að ríkja ringulreið, hávaði og læti, blikkandi ljós, fólk á þönum og skelfilegur gaura- gangur, hurðir rifnar af hjörum, rúður brotnar. Ekki þessi algjöra kyrrð, blómamynstraðar eldhúsgardínur og notaleg týra yfir útidyr- um. Samt var það reglan frekar en undantekningin. Aðdragandinn gat verið býsna hávær og hrikalegur, en það var einsog dauðinn slökkti á öllu og öllum um leið og hann hrifsaði einhvern til sín. Einsog mamma sem slekkur á græjunum í miðju partíi, hugsaði Stefán um leið og Katrín, undirmaður hans og helsta hjálparhella síðustu fimm árin, skellti bílhurðinni og vatt sér uppað hlið hans. „Eigum við að drífa okkur inn?“ spurði hún. Galvösk og glað- vakandi. Hann kinkaði geispandi kolli. Lágvært muldur mætti eyrum þeirra þegar þau nálguðust eld- húsið en þagnaði um leið og þau birtust í gættinni. Báðir einkenn- isklæddu lögreglumennirnir og annar sjúkraliðanna hölluðu sér uppað eldhúsbekknum sitthvorumegin við stálslegna eldavélina. Þrír karlar og þrjár konur sátu umhverfis stórt eldhúsborðið, fjórða konan, stórskorin, barmmikil og hávaxin, stóð við enda þess með hálffulla kaffikönnu og starði á þau, rauðeygð og spyrjandi. Líklega húsfreyjan, hugsaði Stefán og brosti hughreystandi til hennar. Hún brosti varlega á móti. „Þú geymir kannski smáleka handa mér,“ sagði hann rólega áð- ur en hann sneri sér að einkennisklæddum kollegum sínum. Ann- ar þeirra rétti úr sér og lagði frá sér kaffibollann. „Hérna fyrir innan,“ hvíslaði hann og gekk á undan þeim eftir löngum, marmaralögðum gangi. „Eruði búnir að —“ byrjaði Stefán að hvísla á móti en sá að sér og hækkaði róminn í eðlilegan styrk. „Eruði búnir að hringja í Geir?“ spurði hann. Lundinn kinkaði kolli. „Hann er á leiðinni,“ svaraði hann, enn á lágu nótunum en þó aðeins hærra en fyrr. „Fínt,“ sagði Stefán, jafnhissa og hann var ánægður. Geir var réttarlæknirinn, sá sem alltaf var kallað í þegar svonalagað kom uppá, en það kom Stefáni þægilega á óvart að hann skyldi vera til taks klukkan fimm á sunnudagsmorgni. Yfirleitt lá kallinn ofurölvi 42 TMM 2004 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.