Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 49
Línudans
af þínum undirsátum eða hvað?“ Karl leit á hana, sár, en fullur
fyrirgefningar.
„Við tölum ekki um undir- og yfirmenn í þessum bransa,“
útskýrði hann þolinmóður, „við erum öll jöfh þegar upp er stað-
ið. Bara mislangt á veg komin. Og Mikael er - var heiðursgestur
hér í kvöld. Við hjónin eigum honum allt að þakka.“ Það vottaði
fyrir klökkva í röddinni, sem virtist skyndilega við það að bresta
en slapp fyrir horn þegar Karl saug uppí nefið og ræskti sig. „Og
öll hin líka. Allt að þakka,“ endurtók hann. „Okkur Helgu fannst
bara tilvalið að þau fengju að kynnast honum aðeins. Og ég bara
skil ekki, bara skil alls ekki hver hefur getað - hver hefur - hvers-
vegna...“ röddin brast aftur og hann gróf andlitið í höndum sér.
„Fyrirgefðu,“ sagði hann stuttu síðar, á innsoginu, „fyrirgefðu, en
þetta er bara svo - svo ...“ Stefán andvarpaði aftur, upphátt í þetta
skiptið, en Karl virtist ekki taka eftir því. Bara svo ótrúlegt, botn-
aði Stefán í huganum, svo óraunverulegt, svo fáránlegt. En stað-
reynd engu að síður. Hann leit á Katrínu, sem sýndi engin svip-
brigði.
„Þú sást hnífinn, er það ekki?“ spurði hann varlega. Karl umlaði
eitthvað sem hann tók fyrir samþykki. „Og? Kannastu við grip-
inn?“
„Þetta er einn af eldhúshnífunum okkar,“ muldraði Karl. „Sá
stærsti úr settinu sem stendur á eldhúsbekknum.“
Árni birtist í stofudyrunum og leit undrandi í kringum sig. Stef-
án benti honum að setjast.
„Þetta er Árni,“ útskýrði hann fyrir úttauguðum og svefnvana
gestgjafanum, „hann er líka rannsóknarlögreglumaður og hann er
að velta því fýrir sér hversvegna þetta borð sem við sitjum við er
hérna alveg uppvið vegg, sófasettið allt útí horninu hinumegin og
ekkert þar á milli. Ég var reyndar að velta því fýrir mér sjálfur líka.
Segðu mér, Karl, hvernig fara svona pepp-partí fram? Eða réttara
sagt, hvernig fór þetta pepp-partí fram? Var eitthvað öðruvísi en
venjulega? Einhver illindi í gangi milli Mikaels og einhvers ann-
ars?“ Karl hikaði áður en hann hristi höfuðið, ekki lengi, en nóg til
að þau tóku eftir því, öll þrjú.
„Hvað með blíðuhót þá,“ hélt Stefán áfram, „sem gætu kannski
skýrt afhverju hann var nakinn þarna á kamrinum?“ Og jafnvel líka
TMM 2004 • 1
47