Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 50
Ævar Örn Jósepsson hversvegna hann var dauður þarna á kamrinum, hugsaði hann, með risastóra breddu í gegnum hálsinn. I þetta skiptið var greini- legt að Karl átti í einhverri innri baráttu þótt hún stæði ekki lengi yfir. „Ég byrjaði hann en þagnaði strax aftur. Stefán kinkaði hvetjandi grænum kolli en sagði ekkert. „Mikael er - var öðling- ur,“ sagði Karl loks, „mikill öðlingur. En hann var orðinn - soldið drukkinn undir lokin. Einsog við öll,“ flýtti hann sér að bæta við, einsog til að draga úr ásökuninni sem mögulega var hægt að lesa úr orðum hans, „einsog við öll.“ Hann snýtti sér og tók sér drjúg- an tíma til að hreinsa nasirnar áður en hann hélt áfram. „Og eins- og sumir aðrir þá á - átti hann það til að gerast aðeins of grófur í tali og fjölþreifinn þegar þannig stóð á. En það er nú varla dauða- sök nútildags, eða hvað?“ „Nei,“ viðurkenndi Stefán, „vissulega ekki. Eða ætti ekki að vera það að minnsta kosti. En þú gætir kannski útskýrt þetta aðeins nánar samt? Byrjaðu bara á byrjuninni, og lýstu því sem fram fór - eins nákvæmlega og þú getur, takk.“ X- Karaókí og línudans, hugsaði Árni, herbalife og hópefli. „Hvað er?“ spurði Stefán. Árni áttaði sig á því að svipur hans hafði endurspeglað hugsanir hans alltof vel. „Ég var bara að hugsa um að ég hefði sjálfur getað drepið ein- hvern eftir svona partí,“ sagði hann, „ég hefði bara valið þann sem bar ábyrgð á þessum hryllingi.“ Stefán og Katrín brostu dræmt. Þau voru búin að tala við alla í húsinu nema þennan eina í hægindastólnum, sem þeim hafði enn ekki tekist að vekja til lífsins þráttfýrir ítrekaðar tilraunir. Hin voru misölvuð og misrugluð í ríminu þráttfyrir kaffið sem þau þömb- uðu í lítravís í eldhúsinu, undir vökulum augum lundanna tveggja, en virtust öll jafn miður sín þegar þau svöruðu spurningum þrí- eykisins úr rannsóknadeildinni. Það var ekki að sjá að neitt þeirra væri áberandi taugaóstyrkara eða yfirvegaðra en hin og ekkert þeirra gerði þeim heldur þann greiða mæta í blóðugum fötum eða brotna niður og játa á staðnum. Og þau voru sammála um að þetta 48 TMM 2004 ■ 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.