Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Síða 52
Ævar Örn Jósepsson
förum af hnífnum - sem var einsgott, því samkvæmt síðustu frétt-
um úr þeim herbúðum virtust þau bæði fá og býsna óskýr. Þeim
mun meiri ástæða til að knýja fram játningu sem fýrst og ef hún
fengi einhverju ráðið mundi það örugglega gerast áður en birti,
hvenær sem það nú yrði á þessum dumbungsdegi.
„Búlgakov,“ sagði Stefán, „Mikhail Búlgakov.“
„Ég veit hver skrifaði bókina,“ skaut hún inní, óþolinmóð, en
Stefán lét hana ekki trufla sig.
„Ég held að það hafi ekki verið nein tilviljun að hann valdi þetta
lag. Mikael, meina ég. Sympaþí for ðe devil er ekkert annað en til-
brigði við Meistarann og Margarítu, sjáðu til, eftir nafna þeirra
beggja. Þrír Mikkar, Búlgakov, Djagger og forstjórinn.“
„Fjórir,“ skaut Árni inní, „Mick Taylor var ennþá með á Sticky
Fingers.“
„Alveg rétt,“ sagði Stefán ánægður, „ég var búinn að gleyma því.
En hann var reyndar ekki á Beggars Bankett þannig að - já. Skipt-
ir ekki máli. Allavega
Katrín ranghvolfdi augunum og langaði mest að öskra á hann að
hætta þessu helvítis kjaftæði og fara að gera eitthvað, en þar sem
hann var nú einusinni yfirmaður hennar lét hún það ógert. Stefán
lét sem hann sæi ekki greinilegan pirringinn í fasi hennar og hélt
ótrauður áfram. „Allavega, þá er sögumaðurinn í Sympaþí semsagt
skrattinn, sem hefur sigrað heiminn, kálað öllum sem kála þarf -
með dyggri aðstoð pöpulsins, nota bene - sá sem fær Pontíus
Pílatus til að þvo hendur sínar af morðinu á Kristi. Byrjunin á text-
anum er nánast alveg einsog hjá Búlgakov; leyfðu mér að kynna
mig, ég er ríkur maður með góðan smekk - en svo kynnir hann sig
ekki eftir alltsaman heldur biður menn að geta hvað hann heitir.
Og veit að þeir sem hann ávarpar eru að pæla í því á fullu hvern
andskotann hann eiginlega vill þeim. Andskotinn, það er að segja,“
útskýrði hann til öryggis.
„Ég náði því,“ sagði Katrín stuttaralega, „en ég næ hinsvegar ekki
hvað —“ Stefán lyfti hægri hramminum.
„Bíddu, bíddu. Miðað við það sem við höfum heyrt af þessum
Mikael þá var örugglega einhver svona pæling á bakvið þetta val
hjá honum. Hann var aðalkallinn, heiðursgesturinn, sá sem átti
mestu peningana, sá sem þau áttu allt að þakka, einsog Karl sagði,
50
TMM 2004 • 1