Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 55
Línudans antísportistanum Árna, „hann er líka skaphundur.11 Hann leit aft- ur á Katrínu og brosti. „Og ekki gera lítið úr Stóns, Marinó er upp- reisnargjarn skaphundur, hálfgerður Strít fæting man, reyndar, sem hikar ekki við að búa til vandræði og nýtur þess. Og það sem meira er, hann er hornamaður. í hægra horninu.11 Katrín kinkaði kolli, hægt og rólega. „Sem þýðir?11 spurði Árni. „Sem þýðir að hann er örvhentur,11 sagði Stefán. „Það er svosem ekki algilt, en Marinó er það, semsagt.11 Það var komið að Árna að kveikja á perunni. „Og hver sem gerði þetta hlýtur að hafa stungið með vinstri, því ekki komst hann afturfyrir kallinn, sitjandi á klósettinu. Bingó.11 Þeir brostu framaní Katrínu og biðu eftir klappinu á bakið en það lét á sér standa. Hún horfði bara á þá og hristi höfuðið. „Marinó er nautsterkur, örvhentur skaphundur,11 sagði hún, „það er alveg rétt. Og þessvegna alveg upplagður blóraböggull fyrir einhvern sem þekkir eitthvað aðeins til hans. En hann drap engan hér í kvöld.11 „Hversvegna segirðu það?11 spurði Árni tortrygginn. „Afþví að hann gat það ekki,11 sagði hún, „Geir var með það al- veg á hreinu að þetta var ein, ákveðin stunga. Ekkert hik, ekkert juð - bara ein, kraftmikil stunga.11 „Og?“ Katrín fórnaði höndum. „Guð minn almáttugur, strákar, hvað er eiginlega í gangi hérna? Stóns og Búlgakov og andskotinn sjálfur og hvað veit ég, það mætti halda að þið hefðuð ekki lesið neitt nema Agötu Kristí uppá síð- kastið. Þið hafið að minnsta kosti ekki lesið íþróttasíðurnar. Marinó meiddist í síðasta leik. Viðbeinsbrotnaði,11 útskýrði hún, „vinstramegin.11 „En,“ sagði Árni, andlitið eitt spurningamerki, „en hann er ekki í neinu gifsi?11 Stefán rumdi. „Það er ekki sett neitt gifs á viðbeinsbrot,11 urraði hann á Árna, argur útí sjálfan sig. „Ég rak augun í þetta í einhverju blaðinu um daginn,11 muldraði hann, „var búinn að gleyma því.“ Katrín kink- aði kolli. „Jamm. Og það er ekki það eina sem þú ert búinn að gleyma. Mætti halda að þú værir kominn með alzheimer greyið rnitt.11 Stef- TMM 2004 • 1 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.