Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 58
Ævar Örn Jósepsson
ugum fötum. Ef hann bítur af þér hausinn skaltu segja honum að
ég hafi beðið þig að skila þessu. Ég ætla að leggja mig, held ég hljóti
að vera með hita. Eða eitthvað. Þú ferð niðrá stöð og hjálpar Kötu
að klára þetta. Ef hún þarf einhverja hjálp, það er að segja. Eða vill
hana.“ Árni kinkaði kolli.
„Kalli Begg,“ muldraði hann, „Karl Bergsveinsson.“ Hann hristi
höfuðið og leit á Stefán. „Ég man ekkert eftir honum. Afhverju
sagði Kata að meiraðsegja ég ætti að kannast við hann?“
„Hún sagði ekkert um það,“ sagði Stefán, sposkur á svip þrátt-
fyrir þreytuna.
„Víst,“ sagði Árni, „hún sagði að —“
„Kalli Begg,“ rumdi Stefán, „er ljúfmenni. Það var eini gallinn
við hann, ef galla skyldi kalla, og líklega ástæðan fyrir því að hann
komst aldrei í landsliðið. Hann var aldrei nógu grimmur. Og
vinstri hendin á honum er handónýt í dag. Sú hægri reyndar litlu
skárri, en ekki jafn slæm og sú vinstri. Hvaða handboltakappa
kannastu við, Árni? Teldu þá upp.“ Árni setti í brýnnar og reyndi
að riíja upp þau nöfn sem hann hafði ekki komist hjá að heyra
undanfarin misseri. Taldi þau upp, samviskusamlega, öll þrjú. Stef-
án kinkaði kolli. „Eitt enn,“ sagði hann, „þú kannast við eitt nafn
enn. Farðu aðeins lengra aftur í tímann. Og gleymdu íþróttasíðun-
um.“ Árni lokaði augunum. Nuddaði gagnaugun. Klóraði sér í
hvirflinum og hrökk við.
„En,“ stamaði hann, „en - það getur ekki verið? Hvað með börn-
in? Voruði ekki eitthvað að tala um börn áðan?“ Stefán kinkaði enn
kolli, enn þreytulegar en fyrr. „Þetta er annað hjónabandið hjá
þeim báðum, manstu?“
„Helgi Hersteinsson,“ tautaði Árni, „Helgi bloddí Hersteinsson.“
Stefán reyndi að brosa.
„Hægri hornamaður,“ sagði hann, „örvhentur, einsog Marinó.
Þangaðtil hann fór í aðgerðina fyrir níu árum síðan og breyttist í
Helgu.“ Hann gafst upp á brostilrauninni. „Og giftist gamla fyrir-
liðanum sínum tveimur árum seinna. Vegir guðs og ástarinnar...“
Hann hristi höfuðið. „Ræt. Reikna með skýrslu frá ykkur á skrif-
borðinu mínu þegar ég mæti eftir hádegið.“
„Vissir þú þetta?“ spurði Árni þegar Stefán var farinn. Jónas
svaraði engu.
56
TMM 2004 • 1