Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 61
Þrjú ljóð
ÚTGÖNGULEIÐIR
Ég hafði verið einn lengi og sljór þegar augun opnuðust; ég sá leiðir
í plastpoka um flöskur, höfuðið á mér eða glerbrot eða sleif úr tré
til að tálga og keyra í augað, magann, hálsinn, krók í loftinu og stól
við borðið velt undan mér og á baðinu í kerinu leið og vatninu í
krönunum og herðatrjám, göfflum og innstungu eins og stæði fyrir
svíns-trýni á veggnum. Ég gekk um, opnaði skúffu, og horfði fram
fyrir mig og staðnæmdist við glugga sem var opinn, lokaði augun-
um og sá fyrir mér ferkantaðar, gráar hellur á stéttinni, jörðina alla
efni fyrir neðan mig sem útgönguleið og hörkuna í því útgöngu-
leið.
VOFUHEIMURINN
Ég vakna við klukkuna. Það er morgunn og ég fer inn í eldhús, hef
ljósin slökkt, sit og borða brauð úr pokanum og horfi á myrkrið
fyrir utan gluggann.
Ég klæði mig í jakka, trefil, vettlinga, húfu, skó, og um leið og ég
stíg fætinum yfir þröskuldinn og legg hann ofan á jörðina framan
við dyrnar, byrjar að snjóa.
Nágranni minn er að skafa frosthélu af rúðu á bíl og það er
kveikt á bílnum en snjókoman dempar hljóðið frá vélinni sem er
stöðugt og hratt. Ég forðast að líta í áttina að bílnum, geng af stað
eftir gangstéttinni og skórnir fyllast af snjó sem bráðnar. Ég geng í
áttina að niðnum frá stóru umferðargötunni sem er skammt frá
heimili mínu - ég vinn ekki utan heimilis míns, ég er ekki á leið-
inni í vinnuna, ég á ekki bíl, ég hlusta ekki á morgunútvarpið, ég
hef ekki áhuga á stjórnmálum, ég er vantrúaður á hamingju, árang-
ur, metnað, vinnusemi, samkeppni, happdrætti og líkamsrækt.
Þegar ég kem að umferðargötunni hægi ég á mér en staðnæmist
ekki, ég er á gangstéttinni á hægri hreyfingu eftir Vetrarbrautinni,
niðurinn er þjótandi allt umhverfis mig og snjóflögurnar verða
skærhvítar eins og lítil öskur í framljósum bílanna. Við skyndilegt
rof næ ég að hlaupa yfir götuna, á umferðareyju, þar sem ég stend
hreyfmgarlaus og horfi upp í loftið á grátt, hnoðandi skýjakaos og
smám saman birtir, umferðin hægir á sér, svo stöðvast hún alveg og
TMM 2004 • 1
59