Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 61
Þrjú ljóð ÚTGÖNGULEIÐIR Ég hafði verið einn lengi og sljór þegar augun opnuðust; ég sá leiðir í plastpoka um flöskur, höfuðið á mér eða glerbrot eða sleif úr tré til að tálga og keyra í augað, magann, hálsinn, krók í loftinu og stól við borðið velt undan mér og á baðinu í kerinu leið og vatninu í krönunum og herðatrjám, göfflum og innstungu eins og stæði fyrir svíns-trýni á veggnum. Ég gekk um, opnaði skúffu, og horfði fram fyrir mig og staðnæmdist við glugga sem var opinn, lokaði augun- um og sá fyrir mér ferkantaðar, gráar hellur á stéttinni, jörðina alla efni fyrir neðan mig sem útgönguleið og hörkuna í því útgöngu- leið. VOFUHEIMURINN Ég vakna við klukkuna. Það er morgunn og ég fer inn í eldhús, hef ljósin slökkt, sit og borða brauð úr pokanum og horfi á myrkrið fyrir utan gluggann. Ég klæði mig í jakka, trefil, vettlinga, húfu, skó, og um leið og ég stíg fætinum yfir þröskuldinn og legg hann ofan á jörðina framan við dyrnar, byrjar að snjóa. Nágranni minn er að skafa frosthélu af rúðu á bíl og það er kveikt á bílnum en snjókoman dempar hljóðið frá vélinni sem er stöðugt og hratt. Ég forðast að líta í áttina að bílnum, geng af stað eftir gangstéttinni og skórnir fyllast af snjó sem bráðnar. Ég geng í áttina að niðnum frá stóru umferðargötunni sem er skammt frá heimili mínu - ég vinn ekki utan heimilis míns, ég er ekki á leið- inni í vinnuna, ég á ekki bíl, ég hlusta ekki á morgunútvarpið, ég hef ekki áhuga á stjórnmálum, ég er vantrúaður á hamingju, árang- ur, metnað, vinnusemi, samkeppni, happdrætti og líkamsrækt. Þegar ég kem að umferðargötunni hægi ég á mér en staðnæmist ekki, ég er á gangstéttinni á hægri hreyfingu eftir Vetrarbrautinni, niðurinn er þjótandi allt umhverfis mig og snjóflögurnar verða skærhvítar eins og lítil öskur í framljósum bílanna. Við skyndilegt rof næ ég að hlaupa yfir götuna, á umferðareyju, þar sem ég stend hreyfmgarlaus og horfi upp í loftið á grátt, hnoðandi skýjakaos og smám saman birtir, umferðin hægir á sér, svo stöðvast hún alveg og TMM 2004 • 1 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.