Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 63
Þorsteinn Þorsteinsson
Neikvæðið í tilverunni
og tímunum
Um bjartsýnisljóð Sigfúsar Daðasonar ogfleira
Hvað er þessi bjartsýni annars? sagði
Kakambus. Æ, sagði Birtíngur, það er sú
brjálsemi sem falin er í því að halda því
fram að alt sé í lagi þegar alt er í ólagi.'
Eftir Sigfús Daðason liggja fjórir ljóðabálkar. Þeir eru: Fjórtánda kvæðið
í Höndum og orðum („Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stór-
slys“) sem er í sex hlutum og fjallar um veruleika smáríkja sem njóta
,verndar‘ stórvelda, bjartsýnisljóðin sex í Fárn einum Ijóðum og Útlínum
bakvið minnið, ástarelegíurnar sjö í Útlínum bakvið tninnið, og loks ljóð-
in í Provence í endursýn sem mynda samfelldan bálk um dvöl skáldsins í
Provence-héraði í Suður-Frakklandi sumarið 1991, fjörutíu árum eftir að
hann kom þangað ungur til náms.2
Bjartsýnisljóðin, sem ætlunin er að skoða hér frá ýmsum hliðum,
komu út 1 tvennu lagi einsog að framan greinir og með tíu ára millibili
í miðbókum Sigfúsar sem kalla má svo, bókunum Fá ein Ijóð (1977) og
Útlínur bakvið minnið (1987). Útgáfusaga bálksins er þó villandi einsog
oftar hjá Sigfúsi því kvæðin virðast flest hafa verið ort fyrir 1967; fjórða
ljóðið þó að líkindum nokkru síðar, 1968-69 eða svo; og sjötta
bjartsýnisljóð er mun yngra en hin. Einsog margt fleira í ljóðagerð Sig-
fúsar eru bjartsýnisljóðin einstök í íslenskri skáldskaparsögu. Þau
gagnrýna bjartsýnina harkalega, hæða þá ,afglapa‘ sem láta hana villa
sér sýn, og draga í efa ágæti lífsins. Sú spurning er því áleitin hversvegna
Sigfús orti þessi ljóð, og á þessum tíma, ljóð sem stinga um margt í stúf
við andann í fyrstu bókum hans tveimur. Reyndar komu Fá ein Ijóð
ýmsum lesendum Sigfúsar í opna skjöldu þegar loks kom frá honum
bók eftir átján ára hlé. „Hvað hefur skeð?“ spurði Ólafur Jónsson í rit-
dómi um bókina.3 Reynt verður hér á eftir að leita svara við þeirri
spurningu.
TMM 2004 • 1
61