Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 71
NEIKVÆÐIÐ I TILVERUNNI OG TÍMUNUM
Brecht vísar þar til Prédikarans sem venja er að eigna Salómon konungi.
Minnið er auk þess að fínna á einum tveimur stöðum öðrum í Gamla
testamentinu:
Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og dauðadagur betri en fæðingardagur.
(Préd. 7:1).
Bölvaður sé dagurinn, sem ég fæddist. Dagurinn, sem móðir mín ól mig, sé
ekki blessaður! [... ] Hví kom ég af móðurlífi til þess að þola strit og mæðu og
til þess að eyða ævinni í skömm? (Jeremía 20:14-18).
Loks lauk Job upp munni sínum og bölvaði fæðingardegi sínum. Hann tók til
máls og sagði: Farist sá dagur sem ég fæddist á ... (Jobsbók 3:1-3).
X-
Fimmta ljóð er eftilvill dekkst allra bjartsýnisljóðanna. Það virðist satt að
segja kolsvart, og bölsýni þess stingur í stúf við varkára bjartsýni Handa
og orða og augljósa aðdáun sem þar kemur fram á þeim ,píslarvottum og
hetjum' sem storkuðu ofureflinu og aldrei létu bugast. Vegna þess hve
efni ljóðsins er líkt en andi þess ólíkur kvæðum einsog XI og XXV í
Höndum og orðum, kvæðum sem vegsama mannlegt þrek og andleg af-
rek ,unnin í veikleika1, einmitt þessvegna liggur beint við að skoða ljóðið
sem samtal skáldsins við fýrri verk sín.
Fimmta bjartsýnisljóð
Þeir sem börðust um í sjálfheldunni
þeir sem lögðu dauða sinn jafnan lífi sínu
og storkuðu sigurkrýndir eilífu lögmáli tregðunnar:
höfðu þeir annað erindi en blekkja sjálfa sig þeir armingjar?
Var strit þeirra neitt annað en aumkunarvert?
Var örvænting þeirra og von
nokkurrar messu virði?
Var æði þeirra og glópska
þegar þeir hömuðust,
óbilgirni þeirra
þegar þeir slitu í sundur líkama sinn og sál
og lyftu Sögunni á veikbyggðar herðar sínar -
var það þá nokkuð annað en vindhögg
tál trúgirni vindbóla ...
TMM 2004 • 1
69