Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 78
Þorsteinn Þorsteinsson dómlegu hræsni; burt frá allsleysi andans og doða lífsins. - Hvað sem það kostaði, einveru, útskúfun, annarlegar kvöldstundir, eld, járn, og sundurhöggna rót: að komast burt. „Það var gott hjá þér að fara, Artúr Rimbaud,“ ávarpaði skáldið Char samlanda sinn og fyrirrennara sem hætti að yrkja liðlega tvítugur og ,fór burt‘. Sigfús endurtekur orðið ,burt‘ fimm sinnum í kvæðinu sem er allt byggt á hliðstæðum og endurtekningum. Orðin „burt frá allsleysi andans og doða lífsins“ minna á prósaljóð í fyrstu ljóðabók Sigfúsar, en munur- inn er eftirtektarverður: Ég bið ekki um sálarró, staðsettur miðja vega milli himnaríkis og hel- vítis, nýs og gamals, austurs og vesturs, miðja vega milli hins örðuga og hins fyrirhafnarlausa, þess sem ég verð að gera sjálfur og hins sem þeir liðnu hafa búið í hendur mér - nei það væri til of mikils mælzt. En ég bið um að mér sé veitt lausn frá tómi sálarinnar, hinu hlut- tektarlausa og ónæma, sem sér ekki ljósið, finnur ekki loftið né vatn- ið né jörðina, ég bið um að mér sé veitt lausn ífá slíkum degi sem nú er liðinn að kveldi, yfir tómlegan ffosthimin í apríl. Efni ljóðanna tveggja er ekki ósvipað en tónninn er gjörólíkur. Eldra ljóðið lýsir frjóu óþoli, en í hinu síðara er óþolið orðið hamslaust og ekki lengur skapandi. Aðeins eitt kemst að: „Hvað sem það kostaði, einveru, útskúfun, annarlegar kvöldstundir, eld, járn, og sundurhöggna rót: að komast burt.“ Ef miða ætti við þann mælikvarða Sigfúsar sem áður var getið þá er að vísu ofmælt að eldra ljóðið sé skrifað „af fullum fögnuði lífsins“ en ekki virðist íjarri sanni að hið yngra sé ort „af bráðum lífs- háska“. Bæði bera þau aðalsmerki djúprar reynslu. Það gerir líka þriðja bjartsýnisljóðið, um lífið í líki hunds. „Alveg væri óborganlegt að vita um hverja hann er að yrkja,“ skrifar Svarthöfði í til- efni af útkomu Fárra einna Ijóða, og virðist helst ætla að þarna séu á ferð- inni krassandi svívirðingar um einhverja tiltekna samlanda skáldsins.37 En svarið við spurningunni hlýtur að vera, að mínum dómi: Sigfús er þarna að yrkja um hlutskipti margra manna, og þar á meðal sjálfs sín að einhverju leyti. Kvæðið er vitaskuld almenns eðlis, en í því er ástríðuhiti, háð og heift sem virðist persónulegri en svo að verið sé að yrkja um að- stæður sem skáldið sjálft eigi enga hlutdeild í. Að lokum verður vikið hér að einu kvæði Sigfúsar enn frá árunum fýr- ir 1967 því það lýsir betur en önnur hvern hug Sigfús bar til höfuðstaðar íslands nokkru eftir heimkomuna frá París. Hugleiða má hve mikið af orðaforða kvæðisins gæti átt heima í Reykjavíkurljóðum af því tagi sem við eigum einkum að venjast. 76 TMM 2004 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.