Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 87
Silja Aðalsteinsdóttir Á líðandi stund Menningarviðburðir á vori í miklu sólskini Við komum að dyrum Tate Modern á syðribakka Thamesár í þann mund þegar dyr þess voru opnaðar gestum klukkan tíu á sunnudagsmorgni í byrjun janúar. Við vorum fyrst inn og morgunþokan enn þunn í lofti í túrbínusalnum þannig að sólin hans Ólafs Elíassonar skein óhindrað á okkur og laðaði okkur innar og innar í þennan víðáttumikla sal. Eins og menn muna komu Bretar nútímalistasafni sínu fyrir í aflagðri orkustöð enda yfirleitt betur og stærra byggt yfir slík fyrirbæri en listaverk. Það var einstaklega klókt af Ólafi að skapa sólarstemningu í svartasta skammdeginu og hugmyndin skilar sér margfalt til safngesta. Þeir haga sér svolítið eins og á sólarströnd, fara að vísu ekki úr fötum en leggjast endilangir á gólfíð og góna á sólina eða spegilmynd sína lengst uppi í loftinu. Eina sex manna fjölskyldu sáum við mynda stóra stjörnu á gólf- inu með fótunum og glápa heillaða á undrið í loftinu... Ég hitti Ólaf þegar hann var að kynna sýninguna sína í Listasafni Reykjavíkur, Frost Activity, sem enn stendur, og spurði hann hvort hann hefði átt von á þessum miklu og afgerandi viðbrögðum við sólinni sinni. „Nei,“ svaraði hann, „enda er alltaf erfitt að gera sér í hugarlund við- brögð fólks. Ég vonaði með sjálfum mér að fólk myndi kannski setjast upp við veggina og njóta verksins í ró, en ég þorði alls ekki að vona að það myndi leggjast á gólfið!“ Sólskin gerir fólk glatt og gleðin er einlæg á sýningunni í túrbínu- salnum. Börn hlaupa hlæjandi um - hér er ekki vandi að hafa börn með á listsýningu. Enda hefur fólk streymt að. Strax fyrir jól var gestafjöldinn kominn yfir milljón sem er þrisvar sinnum fleira fólk en komið hafði á aðrar sýningar í húsinu á jafnlöngum tíma. Sama er að segja um sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu, á henni er meiri áhugi en áður hefur þekkst þar á bæ. Ólafur var ekki fyllilega sáttur við að ég skyldi leggja áherslu á gleðina í túlkun á verkum hans og sá ástæðu til að taka fram að list væri ekkert TMM 2004 ■ 1 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.