Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 92
Silja Aðalsteinsdóttir holdende kæmpeværk, der kortlægger báde det gamle liv i Island og udvandrernes liv i Canada, overmáde detaljeret og rigt udfoldet. Det er en islænding, der skriver - som i sagaerne opregnes alle bánd og tráde bagud noje.“ Aðeins varð May Schack að koma því að, að hún kynni sínar íslend- ingasögur. Nýjasta skáldsaga japanska rithöfundarins Haruki Murakami, sem heillaði áheyrendur á tveimur stórum umræðufundum á Bókmenntahá- tíð í Reykjavík sl. haust, er að koma út á evrópumálum. Hún heitir Kafka á ströndinni og kom út í Japan í hitteðfyrra. Þar seldist hún í hálfri milljón eintaka á fyrstu vikunum og spennan er mikil á Vesturlöndum að fá að lesa hana. Söguþræði nappar Murakami úr leikriti Sófóklesar um Ödipus konungog segir frá 15 ára dreng sem leggur land undir fót til að leita að tilgangi lífsins þegar faðir hans deyr. Móðir hans og eldri systir hurfu að heiman þegar hann var íjögurra ára. Fyrir aðdáendur Sylviu Plath sem frekar vilja lesa norðurlandamál en ensku eru dagbækur hennar komnar út í sænskri þýðingu hjá Norstedts útgáfunni, Sylvia Plaths dagböcker och anteckningar. 1950-1962. Þetta er óstytta útgáfan, sú seinni sem Ted Hughes og börn þeirra Sylviu gáfu út. Þó er hér ekki með síðasta dagbókin frá 1963, árinu þegar Sylvia Plath svipti sig lífi. Þeirri bók fargaði Ted Hughes áður en hann lést árið 1998, svo að nú fær enginn að vita nokkurn tíma hvað Sylvia Plath hugsaði um það leyti sem hún tók hina örlagaríku ákvörðun. Rétt er að benda á að fýrsta bindi sjálfsævisögu Gabriels García Márquez er komið út á ensku. Vivir para contarla heitir hún á spænsku, Living to Tell the Tale á ensku, og eftir umsögnum heimsblaða að dæma er þetta dásamleg bók og vel þýdd af Edith Grossman. Márquez hugsar sér söguna í þremur bindum og þetta fýrsta nær frá fæðingu hans 1927 og fram undir 1960. Hann bjó fyrstu átta árin hjá afa sínum og ömmu í Ara- cataca í Kólumbíu þar sem vofur voru jafngildir heimilismenn og lifandi verur, og má finna uppsprettur margra frægra kafla í skáldsögum hans í frásögnum af ættingjum hans og vinum í ævisögunni. Bók blaðamannsins Barböru Ehrenreich, Nickel and Dimed. On (Not) Getting By in America, um bág kjör láglaunafólks í Bandaríkjunum sem út kom fyrir um tveimur árum, hefur haft umtalsverð áhrif á þjóðfélags- umræðu vestra. Nýlega komu út tvær bækur í viðbót sem gera úttekt á þessu alvarlega máli, The Betrayal ofWork eftir Beth Shulman (The New Press 2003) og Low Wage America eftir Appelbaum, Bernhardt og Murnane (Russel Sage Foundation 2003). Þessar bækur sýna fram á að ameríski draumurinn um að fólk geti komist áfram í lífinu hvaðan úr 90 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.