Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 101
Jónas Sen Ár í lífi eiturpenna Ég varð dálítið hissa þegar Islensku tónlistarverðlaunin voru afhent síð- ast. Fyrir það fyrsta var undarlegt að Sinfóníuhljómsveit íslands skyldi vera valin flytjandi ársins ásamt konsertmeisturunum Guðnýju Guð- mundsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Nú man ég ekki eftir neinu sér- stöku sem Sigrún afrekaði, og frábær geisladiskur Guðnýjar kom ekki út í fyrra heldur árið þar á undan. Ekki man ég heldur effir að Sinfónían sjálf hafi gert eitthvað óvanalega markvert. Hún átti hvorki stórafmæli né stóð á tímamótum og, ef marka má umfjöllun Sigfríðar Björnsdóttur í DV, hélt hún sig aðallega við hefðbundin verkefni af topp tíu listanum. Að vísu komst hljómsveitin í fréttirnar þegar Reykjavíkurborg ætlaði allt í einu að afneita henni, sennilega vegna þess að hún heitir Sinfóníu- hljómsveit íslands en ekki Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur. Launamál konsertmeistaranna voru sömuleiðis fréttaefni. Ef þetta tvennt var ástæðan þá voru verðlaunin fyrst og fremst dulbúin stuðningsyfirlýsing við launakröfur tónlistarmanna og við tilvist Sinfóníunnar almennt, ekki viðurkenning fyrir vel unnin störf, hugmyndaauðgi og frumleika. Ekki var síður undarlegt að veita Kammersveit Reykjavíkur verðlaun fyrir besta geisladisk ársins. Það er fátt frumlegt við diskinn; hann er að vísu vandaður en samt lítið merkilegri en ótal geisladiskar annarra flytj- enda með sömu tónlist. Hver hefur ekki heyrt Brandenborgarkonserta Bachs hundrað sinnum? Nei, að mínu mati hefði Hafliði Hallgrímsson átt að fá verðlaunin í þessum flokki; Passían hans er ein fegursta og seið- magnaðasta trúartónsmíð sem heyrst hefur í langan tíma og ég veit um marga sem urðu fyrir trúarlegri reynslu er hún var frumflutt. Verst af öllu við tónlistarverðlaunaafhendinguna var samt Gísli Mar- teinn með alla sína fimmaurabrandara, enda gerði Spaugstofan óspart grín að honum helgina á eftir. Hann var eins og athyglissjúkur krakki sem neitar að fara að sofa og er öllum til ama í fínu kvöldverðarboði. Þórólfur borgarstjóri hefði líka átt að fara snemma í rúmið, en athugasemd hans TMM 2004 ■ 1 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.