Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Side 104
JÓNAS SEN en reyndar ekkert meira en það. Og þá kemur upp í hugann Bergþóra Jóns- dóttir, tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið, en hún hefur í að minnsta kosti tveimur síðustu áramótapistlum sínum talað um meðalmennskuna sem hér ríki í tónlistarlífmu, að hér sé vissulega gróska, fjölhreytni og gríð- arlegur fjöldi tónleika, en flestir þeirra séu bara góðir - ekkert frábærir. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá henni, en við hverju er að búast? Ekki má gleyma því að við höfum náð ævintýralegum árangri á stuttum tíma; fyrstu opinberu tónleikarnir þar sem eingöngu hljóðfæraleikarar komu við sögu voru haldnir í Reykjavík árið f876. Við vorum með öðrum orð- um að stíga upp úr villimennskunni sama árið og óperusmíði í Evrópu reis hæst með frumflutningi Niflungahrings Wagners. Ekki er heldur lengra en þrjátíu ár síðan að margir kveinuðu yfir sin- fóníugarginu sem illgjarnir starfsmenn Ríkisútvarpsins leyfðu sér að bás- úna yfir saklausa landsmenn. Ég man eftir lesendabréfi þar sem bréfrit- ari gaf skít í klassíkina á Gufunni og heimtaði að skrúfað yrði fyrir þessa „Brundhamborgarakonserta effir Jóhann Sebastían Bjakk“. Sem betur fer hefur orðið bylting í hugarfari þjóðarinnar síðan þetta var; nú flykkist ótrúlegur fjöldi á tónleika með sígildri tónlist, og ekki bara þegar Sinfón- ían treður upp. íslensk nútímatónlist Fáeinir tónleikar báru af á síðasta ári, og hinir fyrstu voru haldnir í Saln- um í Kópavogi seint í janúar. Þá voru fiuttar örsögur Hafliða Hallgríms- sonar og Saga dátans eftir Stravinsky. Sérstaka athygli vakti frammistaða Hafliða sem leikara, en hann sat á sviðinu í hægindastól á meðan tónlist hans var tlutt. Hann var með harðkúluhatt, sólgleraugu og hélt á naggrís sem enginn vissi hvort var uppstoppaður eða haldið sofandi. Á milli þess sem Hafliði strauk naggrísnum tíndi hann örsögur af gólfmu með langri járnkJó og las þær upp, en tónrænar hugleiðingar hans um sögurnar voru fiuttar af Caput hópnum. Tónlistin var vel heppnuð, fíngerð og blæbrigðarík. Sumt var óborg- anlega fyndið, enda var þetta ekki bara tónlist heldur líka leiksýning. Eitt atriðið var undirleikstími hjá geðvondum píanóleikara sem var leikinn af Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Marta G. Halldórsdóttir var í hlutverki taugaveikJaðrar söngkonu sem söng nokkur lalalalala og var greinilegt af látbragði píanóieikarans að það voru ekki réttu nóturnar. Eftir nokkurt þóf þar sem engar framfarir voru heyranlegar var undirleikarinn á svip- inn eins og hann langaði til að myrða söngkonuna og var það óhugnan- lega sannfærandi. 102 TMM 2004 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.