Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 104
JÓNAS SEN
en reyndar ekkert meira en það. Og þá kemur upp í hugann Bergþóra Jóns-
dóttir, tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið, en hún hefur í að minnsta
kosti tveimur síðustu áramótapistlum sínum talað um meðalmennskuna
sem hér ríki í tónlistarlífmu, að hér sé vissulega gróska, fjölhreytni og gríð-
arlegur fjöldi tónleika, en flestir þeirra séu bara góðir - ekkert frábærir.
Þetta er auðvitað alveg rétt hjá henni, en við hverju er að búast? Ekki
má gleyma því að við höfum náð ævintýralegum árangri á stuttum tíma;
fyrstu opinberu tónleikarnir þar sem eingöngu hljóðfæraleikarar komu
við sögu voru haldnir í Reykjavík árið f876. Við vorum með öðrum orð-
um að stíga upp úr villimennskunni sama árið og óperusmíði í Evrópu
reis hæst með frumflutningi Niflungahrings Wagners.
Ekki er heldur lengra en þrjátíu ár síðan að margir kveinuðu yfir sin-
fóníugarginu sem illgjarnir starfsmenn Ríkisútvarpsins leyfðu sér að bás-
úna yfir saklausa landsmenn. Ég man eftir lesendabréfi þar sem bréfrit-
ari gaf skít í klassíkina á Gufunni og heimtaði að skrúfað yrði fyrir þessa
„Brundhamborgarakonserta effir Jóhann Sebastían Bjakk“. Sem betur fer
hefur orðið bylting í hugarfari þjóðarinnar síðan þetta var; nú flykkist
ótrúlegur fjöldi á tónleika með sígildri tónlist, og ekki bara þegar Sinfón-
ían treður upp.
íslensk nútímatónlist
Fáeinir tónleikar báru af á síðasta ári, og hinir fyrstu voru haldnir í Saln-
um í Kópavogi seint í janúar. Þá voru fiuttar örsögur Hafliða Hallgríms-
sonar og Saga dátans eftir Stravinsky. Sérstaka athygli vakti frammistaða
Hafliða sem leikara, en hann sat á sviðinu í hægindastól á meðan tónlist
hans var tlutt. Hann var með harðkúluhatt, sólgleraugu og hélt á naggrís
sem enginn vissi hvort var uppstoppaður eða haldið sofandi. Á milli þess
sem Hafliði strauk naggrísnum tíndi hann örsögur af gólfmu með langri
járnkJó og las þær upp, en tónrænar hugleiðingar hans um sögurnar voru
fiuttar af Caput hópnum.
Tónlistin var vel heppnuð, fíngerð og blæbrigðarík. Sumt var óborg-
anlega fyndið, enda var þetta ekki bara tónlist heldur líka leiksýning. Eitt
atriðið var undirleikstími hjá geðvondum píanóleikara sem var leikinn af
Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Marta G. Halldórsdóttir var í hlutverki
taugaveikJaðrar söngkonu sem söng nokkur lalalalala og var greinilegt af
látbragði píanóieikarans að það voru ekki réttu nóturnar. Eftir nokkurt
þóf þar sem engar framfarir voru heyranlegar var undirleikarinn á svip-
inn eins og hann langaði til að myrða söngkonuna og var það óhugnan-
lega sannfærandi.
102
TMM 2004 • 1