Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 107
ÁR í LÍFI EITURPENNA
miðaldabakkelsi, lummur og þessháttar. Allt var löðrandi í sykri; hvar var
góði brauðrétturinn sem þeir hafa alltaf verið með?
Til allrar óhamingju missti ég af sumarhátíðunum í Reykholti og
Kirkjubæjarklaustri en báðar munu þær hafa verið vel sóttar. Það er gott
mál og framför frá fámenninu sem einkennt hefur tónleika á landsbyggð-
inni. Þegar einn fremst píanóleikari landsins hélt tónleika í Vestmanna-
eyjum fyrir mörgum árum komu t.d. aðeins tveir að hlusta, bæjarstjór-
inn og konan hans. Almennt talað hafa píanótónleikar ekki verið neitt
sérstaklega vel sóttir hér á landi, hvorki á sumrin né á veturna. Fáir komu
á tónleika stórglæsilegs píanista frá Lettlandi, Liene Circene, í Salnum í
Kópavogi í október. Það var synd því túlkun hennar á tónsmíðum Franz
Liszt var svo glæsileg að maður varð alveg frávita. Uppbyggingin og
styrkleikabreiddin var þvílík að orð fá því ekki lýst; í h-moll ballöðu tón-
skáldsins „...féll Circene aldrei í þá freistingu að sleppa sér of snemma,
jafnvel þó tónlistin væri þrungin hamslausum ástríðum strax frá byrjun,
heldur gerði það á hárréttum augnablikum undir lokin - þegar maður
hélt að hápunktarnir væru löngu afstaðnir. Og hvílíkt eldgos sem þá átti
sér stað! Samt glataði Circene aldrei stjórninni, leikur hennar var ávallt
skýr, en einmitt þess vegna var áhrifamáttur túlkunarinnar svona mikill.“
Þetta skrifaði ég skjálfandi og titrandi eftir tónleikana og stend við hvert
orð. Þarna var ekki meðalmennsku fyrir að fara; vonandi á Circene eftir
að koma hingað aftur.1 Og þá er skyldumæting!
Auglýst eftir frekari gagnrýni
í það heila er ljóst að árið í fyrra var ekki slæmt þó frábærir tónleikar hafi
ekki verið margir. Versta við árið var aðför Reykjavíkurborgar að tón-
listarmenntun, og eins og áður sagði finnst mér hryggilegt ef aðeins einn
fjölmiðill ætlar að halda úti gagnrýni um sígilda tónlist. Afhverju er Rík-
isútvarpið hætt því? Morgunvaktin er einstaklega líflegur og fróðlegur
þáttur; hví ekki að láta einhvern skeleggan tónlistargagnrýnanda vera þar
af og til með pistil? Og hvað með DV? Ætla þeir að láta einu umræðuna
um klassíska tónlist vera í formi viðtala og fréttaskota? Kallaði Jónas
Kristjánsson það ekki kranablaðamennsku á sínum tíma? Vonandi verð-
ur breyting þar á. Við íslendingar getum ekki stært okkur af grósku í tón-
list ef heilbrigð umræða á sér ekki stað og aðeins einn gagnrýnandi á síð-
asta orðið.
1 Aths. ritstjóra: Stefnt er að því að Liene Circene opni Tíbrárröð Salarins í Kópa-
vogi þann 7. sept. í haust.
TMM 2004 • 1
105