Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Qupperneq 107
ÁR í LÍFI EITURPENNA miðaldabakkelsi, lummur og þessháttar. Allt var löðrandi í sykri; hvar var góði brauðrétturinn sem þeir hafa alltaf verið með? Til allrar óhamingju missti ég af sumarhátíðunum í Reykholti og Kirkjubæjarklaustri en báðar munu þær hafa verið vel sóttar. Það er gott mál og framför frá fámenninu sem einkennt hefur tónleika á landsbyggð- inni. Þegar einn fremst píanóleikari landsins hélt tónleika í Vestmanna- eyjum fyrir mörgum árum komu t.d. aðeins tveir að hlusta, bæjarstjór- inn og konan hans. Almennt talað hafa píanótónleikar ekki verið neitt sérstaklega vel sóttir hér á landi, hvorki á sumrin né á veturna. Fáir komu á tónleika stórglæsilegs píanista frá Lettlandi, Liene Circene, í Salnum í Kópavogi í október. Það var synd því túlkun hennar á tónsmíðum Franz Liszt var svo glæsileg að maður varð alveg frávita. Uppbyggingin og styrkleikabreiddin var þvílík að orð fá því ekki lýst; í h-moll ballöðu tón- skáldsins „...féll Circene aldrei í þá freistingu að sleppa sér of snemma, jafnvel þó tónlistin væri þrungin hamslausum ástríðum strax frá byrjun, heldur gerði það á hárréttum augnablikum undir lokin - þegar maður hélt að hápunktarnir væru löngu afstaðnir. Og hvílíkt eldgos sem þá átti sér stað! Samt glataði Circene aldrei stjórninni, leikur hennar var ávallt skýr, en einmitt þess vegna var áhrifamáttur túlkunarinnar svona mikill.“ Þetta skrifaði ég skjálfandi og titrandi eftir tónleikana og stend við hvert orð. Þarna var ekki meðalmennsku fyrir að fara; vonandi á Circene eftir að koma hingað aftur.1 Og þá er skyldumæting! Auglýst eftir frekari gagnrýni í það heila er ljóst að árið í fyrra var ekki slæmt þó frábærir tónleikar hafi ekki verið margir. Versta við árið var aðför Reykjavíkurborgar að tón- listarmenntun, og eins og áður sagði finnst mér hryggilegt ef aðeins einn fjölmiðill ætlar að halda úti gagnrýni um sígilda tónlist. Afhverju er Rík- isútvarpið hætt því? Morgunvaktin er einstaklega líflegur og fróðlegur þáttur; hví ekki að láta einhvern skeleggan tónlistargagnrýnanda vera þar af og til með pistil? Og hvað með DV? Ætla þeir að láta einu umræðuna um klassíska tónlist vera í formi viðtala og fréttaskota? Kallaði Jónas Kristjánsson það ekki kranablaðamennsku á sínum tíma? Vonandi verð- ur breyting þar á. Við íslendingar getum ekki stært okkur af grósku í tón- list ef heilbrigð umræða á sér ekki stað og aðeins einn gagnrýnandi á síð- asta orðið. 1 Aths. ritstjóra: Stefnt er að því að Liene Circene opni Tíbrárröð Salarins í Kópa- vogi þann 7. sept. í haust. TMM 2004 • 1 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.