Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Page 116
Jón Yngvi Jóhannsson
ingabókum í viðtalsformi annars vegar og sjálfsævisögum eða skáldævi-
sögum hins vegar. Viðtalsbækurnar eru iðulega bæði yfirborðskenndari
og hrárri, en auk þess er þar aukapersóna í frásagnartækninni. Á milli les-
andans og þess sem segir frá stendur alltaf blaðamaður með upptöku-
tæki. Það er sama hversu vel bókin er skrifuð, uppspretta skrifanna er
viðtal sem offar en ekki er sett á svið sem einræða. Annar munur er sá að
í viðtalsbók er mjög sjaldgæft að sjá sjálfsleit eða köfun, við getum sagt
að viðtalsbókin segi „Hér er ég“ meðan góð sjálfsævisaga spyr oftast
„Hver er ég?“ Á þessu er mikill munur og ég held að ástæða sé fyrir
áhugafólk um bókmenntir að gleðjast yfir því að sjálfsævisögur og skáld-
ævisögur eru að sækja í sig veðrið. Og ég er alveg sammála Kristjáni um
það að þetta er merki um aukinn áhuga á sjálfmu og tilraunum til að
kryfja það.
Á síðasta ári komu út nokkrar mjög áhugaverðar bækur sem við get-
um sett í þennan flokk og þær spanna býsna vítt svið. Sjálfsævisögur árs-
ins eru allt frá persónulegum uppgjörsbókum þar sem hreinskilnin er í
aðalhlutverki, eins og í bókum þeirra Lindu Vilhjálmsdóttur og Hlínar
Agnarsdóttur, yfir í verk þar sem mörk skáldsögu og ævisögu verða veru-
lega óljós, eins og í verki Bjarna Bjarnasonar Andlit og skáldsögu Jóns
Kalmans Stefánssonar Snarkið í stjörnunum.
Lygasaga Lindu Vilhjálmsdóttur er átakanleg lesning og miskunnar-
laus við lesandann. Uppgjör sögukonunnar við sjálfa sig byggir á algeru
vægðarleysi. Sjálfinu er stillt upp fyrir dómara sinn, ekkert er dregið und-
an og söguhetjan finnur sér engar málsbætur. Það er engin hætta á því að
nokkur maður geri veður út af þessari bók Lindu vegna þess hvernig far-
ið er með hann. Nær öllum þeim sem koma fyrir í bókinni er hlíft við
gagnrýni, ábyrgðin á lífi söguhetjunnar er algerlega hennar eigin. Bókin
er frábærlega skrifuð og auðvitað óþægilega sannfærandi, en hún er öll í
endurliti og allir atburðir eru túlkaðir í ljósi þess dóms sem sögukonan
er búin að kveða upp yfir sjálfri sér. Niðurstaðan er fyrirfram gefin, sögu-
hetjan er sek í eigin augum og öll bókin er langt ákæruskjal því til sönn-
unar.
Hinum megin á einlægni- og dómhörkuskalanum er svo Andlit
Bjarna Bjarnasonar. Þar er sögð kraftaverkasaga úr nútímanum. Lýst er
lífi og uppvexti drengsins Gullbrands Högnasonar sem er alterego höf-
undar eftir um það bil sömu formúlu og Uggi Greipsson kemur fram
fyrir hönd Gunnars Gunnarssonar í Fjallkirkjunni. Lífshlaup drengsins
er með ólíkindum, æskunni eyðir hann meira og minna á flækingi sunn-
an við skólakerfi og austan við samfélagið. Foreldrar bregðast honum og
skólinn vekur ekki áhuga hans. En þótt uppvöxtur Gullbrands sé óvenju-
114
TMM 2004 • 1