Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2004, Blaðsíða 121
Þeir sem geta alt, alt ... Fyrsta bindið nær yfir þrjátíu fyrstu árin í lífi skáldsins frá Laxnesi. Sag- an af þeim er sögð á yfir 600 bls. sem stendur í ákveðinni þversögn við þá staðreynd að maðurinn sem um er fjallað var sjálfur öðrum meiri niður- skurðarmaður á texta. Hins vegar hefur verið ákaflega mikið skrifað um Halldór Laxness og mikið efni sem ævisagnaritari þarf að taka afstöðu til. Ævisaga hans hefur verið skrifuð þrisvar áður; Peter Hallberg skrifaði nokkrar bækur um líf og list skáldsins4, Erik Sönderholm skrifaði um hann5 og Halldór Guðmundsson skrifaði bók á þýsku sem kom út í hitteð- fyrra.6 Síðast en ekki síst skrifaði Halldór sjálfur um æsku sína og mótun- arár. Margir hafa þannig talið ævi Halldórs Laxness svo merkilega að hún verðskuldaði sögu. Augljóslega telur Hannes Hólmsteinn það líka, en hvers vegna? Hvað telur hann merkilegast við ævi Halldórs? Hver er sú túlkun eða skilningur sem hann vill færa okkur lesendum sínum og gæti skilið sögu hans frá fyrri ævisögum og sýnt okkur líf og verk Halldórs í nýju ljósi? Saga Hannesar af bernsku Halldórs Laxness er eiginlega sú sama og sögð hefur verið fram að þessu. Hann fæðist inn í trausta, fremur vel stæða og menntaða fjölskyldu. Faðirinn leikur á fiðlu þegar hann er ekki í vegavinnu og amman, Guðný Klængsdóttir, eys málsháttum og kvæð- um af viskubrunni alþýðunnar. Ungur fær hann djúpstæða vitrun úti í náttúrunni, heyrir kraftbirtingarhljóm guðdómsins, og Hannes lætur þess getið að Halldóri hafi síðar verið ljúft að minnast þeirrar nætur.7 Það virðist óþarft. Ætli flestir hefðu ekki gaman af að minnast þess ef eilífðin hefði um stund orðið eins og hörpusláttur í barmi þeirra?8 Með þessu atviki fullkomnast goðsögnin um að snillingur sé fæddur, rétt eins og í sögu Halldórs af sjálfum sér. í grein um minningabækur Halldórs Laxness9 bendir Sigþrúður Gunnarsdóttir á líkindin við Ólaf Kárason Ljósvíking sem fékk sams konar vitrun, og hún bendir á að hér og víðar virðist Halldór ekki skilja á milli eigin lífs og þess lífs sem hann bjó bókmenntapersónum sínum. Þetta er raunar algengt og hefur oft verið bent á það hvernig líf og list blandast í ævisögum og dagbókum rit- höfunda. Sigþrúður sýnir í grein sinni hvernig Halldór gengur í minn- ingabókunum frá þeirri upprunagoðsögn sem hann vildi að við ættum um það hvers vegna hann varð það skáld og snillingur sem hann varð. Hann segist hafa verið óvenju næmur sem barn, lesið og skrifað stöðugt, ekki leikið sér við önnur börn heldur búið til eigin hugarheima að dvelja í. Hann eignast sinn lærimeistara eða „mentor'1 í Guðnýju Klængsdóttur. Öll sveitin vorkennir foreldrum hans að eiga svo furðulegt barn. Hér höfum við allt það sem prýða má einn listamann sem sker sig úr fjöldanum, tekur hugarheim sinn fram yfir veruleikann og verður annað hvort aumingi eða snillingur eins og kolbíturinn sem er fýrirmynd svona TMM 2004 • 1 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.